Innlent

Stal sokkum og snyrtivörum á sjálfan þjóðhátíðardaginn

Fertug kona hefur verið ákærð fyrir að stela Orublu sokkapörum og ýmsum snyrtivörum úr Lyfju þann 17. júní síðastliðinn. Sama kona er ákærð fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna fjórum dögum áður. Lögreglan haldlagði lítilræði af hassi sem fannst á konunni þegar hún var stöðvuð á bifreið sinni. Málið gegn konunni var þingfest í héraðsdómi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×