Í því skyni að fá Íslendinga til að hægja á eyðslunni heldur Seðlabankinn uppi himinháum vöxtum. Eðlileg viðbrögð heimilanna væru að sleppa því að taka ný lán. En það er einmitt ekki það sem þau gera. Þau biðja bara bankann um að lán í erlendri mynt, í stað þess að taka það í íslenskum krónum. Greining Glitnis vekur athygli á þessari þróun í dag. Þannig fjármagna heimilin ekki bara húsnæðiskaup og bílakaup heldur nú einnig almenna neyslu. Sérstaka athygli vekur að tæpir 5 milljarðar króna voru í formi gengistryggðra yfirdráttarlána. Sá liður hefur tífaldast á einu ári.
Heimilin flýja háa innlenda vexti og taka erlend lán
Íslensk heimili flýja háa innlenda vexti og hafa erlend lán þeirra tvöfaldast á einu ári. Um leið dregur úr áhrifavaldi Seðlabankans til að hemja eyðslugleði landans.