Innlent

70% framkvæmda ríkisins fara yfir áætlun

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Framkvæmdir við Þjóðleikhúsið fóru um 82 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.
Framkvæmdir við Þjóðleikhúsið fóru um 82 prósent fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. MYND/Anton Brink

Af 70 opinberum framkvæmdum á vegum ríkisins síðustu ár hafa 70 prósent þeirra farið fram úr fjárhagsáætlunum. Einungis fimm prósent haldast á áætlun, en heildarkostnaður 25 prósent verkefna er undir áætlun.

„Það er sama hvar borið er niður, flest mannvirki á vegum hins opinbera virðast fara fram úr áætlunum," segir Þórður Víkingur Friðgeirsson aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Þórður stundar rannsóknir á því hvernig staðið er að ákvarðanatöku við opinberar framkvæmdir.

Sé gert ráð fyrir 10 prósenta skekkjumörkum falla 45 prósent verkefni innan þeirra, 44 prósent fara fram úr áætlunum á meðan 11 prósent eru undir kostnaðaráætlun.

Bjartsýni í áætlanagerð og undirbúningi

Þórður komst að þeirri niðurstöðu að yfirleitt væri orsakanna að leita í undirbúningi verkefnanna þar sem óraunsæjar áætlanir stjórnuðu gjarnan ferð. Oft gætti bjartsýni í áætlanagerð, en þegar verkefni væru komin af stað væri ekki aftur snúið.

Hann nefnir sem dæmi að í upphaflegri kostnaðaráætlun við Grímseyjarferjuna hafi verið gert ráð fyrir að leitað væri að skipi, fremur en að leita að skipi sem þyrfti að uppfylla ákveðnar þarfir. Áætlunin hafi því verið óraunhæf.

Þórður kynnir niðurstöður sínar í tengslum við doktorsritgerð á alþjóðlegri ráðstefnu um áhættustjórnun og verkefnastjórnun á Nordica hotel sem hefst í dag. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér, en hún stendur í þrjá daga.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×