Yfir 1200 útlendingar nema íslensku Björn Gíslason skrifar 26. september 2007 14:13 Gríðarlegur áhugi hefur verið fyrir íslenskunámskeiðum hjá Mími undanfarin misseri. MYND/Vilhelm Ætla má að um 1200 manns hið minnsta leggi nú stund á íslenskunám reglulega, annaðhvort í skólum hér á landi eða á Netinu. Þá eru ótaldir þeir sem nema við erlenda háskóla. Nemendurnir koma hvaðanæva að, allt frá Brasilíu til Búrkína Faso. Þóra Björk Hjartardóttir, greinarformaður í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands, segir erlendum nemendum sem leggja stund á íslensku hafa fjölgað allnokkuð undanfarin ár en í haust eru um 200 manns skráðir til náms í deildinni. Langflestir þeirra eru á fyrsta ári, eða um 140, og segir Þóra að margir þeirra séu skiptinemar sem taki eitt eða tvö námskeið í íslenskum samhliða öðru námi. Þá segir hún að þeim sem einungis leggi stund á íslensku hafa fjölgað, en þar á meðal sé fólk sem hafi sest að hér landi. Fá úrræði séu fyrir útlendinga hér á landi og námið við íslenskuskor það eina fyrir utan námskeið Mímis í íslensku. Útrás í gegnum erlenda íslenskunema Þóra bendir á að auk þess hafi fjöldi manna fræðilegan áhuga á íslensku. Það sé til að mynda fólk sem nemi norræn fræði eða málvísindi í öðrum löndum. Menntamálaráðuneytið hafi veitt um 30 styrki sem sérstaklega séu ætlaðir erlendum stúdentum. „Í þessum hópi eru verðandi þýðendur úr íslensku og fræðimenn sem rannsaka málið. Okkar útrás er í gegnum þetta fólk," segir Þóra Björk og bendir á að margir af þeim sem þýði bækur fyrir íslensk forlög sem fara á alþjóðamarkaði hafi numið við Háskóla Íslands. Sextán þúsund skrá sig til íslenskunáms á Netinu Auk íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta kemur HÍ að verkefninu Icelandic online sem er sjálfsnám í íslensku á Netinu. Að sögn Kolbrúnar Friðriksdóttur, sem unnið hefur að verkefninu, eru um 300 manns virkir í íslenskunámi á Netinu daglega en á einu ári hafa 16 þúsund skráð sig inn á síðuna til náms. Boðið er upp á tvö námskeið, byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið, og eru þau netnotendum að kostnaðarlausu. Kolbrún segir íslenskunema á Netinu um allan heim, allt frá Brasilíu til Búrkína Faso. Aðspurð um ástæður fyrir vinsædlum íslenskunnar segir Kolbrún að tengja megi þetta auknum áhuga á Íslandi. Þá vilji margir kynna sér tungu sem fáir tala auk þess sem málfræði tungumálsins sé áhugaverð, þar á meðal hið flókna beygingarkerfi. Þá hafi söngkonan Björk og íslenski hesturinn átt sinn þátt í útbreiðslu íslenskunnar. Nemendur hafi skýrt áhuga sinn á tungunni meðal annars með því að þeir vilji skilja um hvað Björk sé að syngja. Þá séu margir forvitnir um land íslenska hestsins. Hátt í 2000 í íslenskunám hjá Mími í ár Hjá Mími símenntun eru 700 manns skráðir í íslenskunámskeið fyrir útlendinga í haust og stefnir í að þeir verði um tvö þúsund á þessu ári. Er það umtalsverð fjölgun frá síðasta ári þegar á bilinu 1550-1600 manns sóttu íslenskunámskeið. Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri fjölmenningar og frístunda hjá Mími, segir að um 900 manns hafi sótt um að komast í íslenskunám í haust. Aðspurð segir hún biðlista hafa myndast á íslenskunámskeiðum fyrir Pólverja en þeim hafi fjölgað mjög síðustu misseri sem vilji sækja þau. Bætt hafi verið við þremur námskeiðum í haust en ekki hafi verið hægt að taka alla inn þar sem skortur hafi verið á kennurum. Alls er boðið upp á 50 íslenskunámskeið hjá Mími, þar á meðal fyrir Norðurlandabúa, Taílendinga, Austur-Evrópubúa og Kínverja. Rósa segir mesta aðsókn í byrjendanámskeiðin og býst við aðsóknin muni áfram aukast samfara fjölgun útlendinga hér á landi. Menntamálaráðuneytið veitti í fyrra 100 milljónir króna til að styrkja íslenskukennslu í landinu en þeir fjármunir kláruðust á fyrri hluta þess árs. Því veitti ráðuneytið 100 milljónir til viðbótar til kennslu nú á haustönn. Verið er að ræða hvort áfram eiga að styrkja kennsluna en fjármunirnir hafa verið notaðir til þess að niðurgreiða íslenskunámskeið víða í samfélaginu. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Ætla má að um 1200 manns hið minnsta leggi nú stund á íslenskunám reglulega, annaðhvort í skólum hér á landi eða á Netinu. Þá eru ótaldir þeir sem nema við erlenda háskóla. Nemendurnir koma hvaðanæva að, allt frá Brasilíu til Búrkína Faso. Þóra Björk Hjartardóttir, greinarformaður í íslensku fyrir erlenda stúdenta við Háskóla Íslands, segir erlendum nemendum sem leggja stund á íslensku hafa fjölgað allnokkuð undanfarin ár en í haust eru um 200 manns skráðir til náms í deildinni. Langflestir þeirra eru á fyrsta ári, eða um 140, og segir Þóra að margir þeirra séu skiptinemar sem taki eitt eða tvö námskeið í íslenskum samhliða öðru námi. Þá segir hún að þeim sem einungis leggi stund á íslensku hafa fjölgað, en þar á meðal sé fólk sem hafi sest að hér landi. Fá úrræði séu fyrir útlendinga hér á landi og námið við íslenskuskor það eina fyrir utan námskeið Mímis í íslensku. Útrás í gegnum erlenda íslenskunema Þóra bendir á að auk þess hafi fjöldi manna fræðilegan áhuga á íslensku. Það sé til að mynda fólk sem nemi norræn fræði eða málvísindi í öðrum löndum. Menntamálaráðuneytið hafi veitt um 30 styrki sem sérstaklega séu ætlaðir erlendum stúdentum. „Í þessum hópi eru verðandi þýðendur úr íslensku og fræðimenn sem rannsaka málið. Okkar útrás er í gegnum þetta fólk," segir Þóra Björk og bendir á að margir af þeim sem þýði bækur fyrir íslensk forlög sem fara á alþjóðamarkaði hafi numið við Háskóla Íslands. Sextán þúsund skrá sig til íslenskunáms á Netinu Auk íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta kemur HÍ að verkefninu Icelandic online sem er sjálfsnám í íslensku á Netinu. Að sögn Kolbrúnar Friðriksdóttur, sem unnið hefur að verkefninu, eru um 300 manns virkir í íslenskunámi á Netinu daglega en á einu ári hafa 16 þúsund skráð sig inn á síðuna til náms. Boðið er upp á tvö námskeið, byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið, og eru þau netnotendum að kostnaðarlausu. Kolbrún segir íslenskunema á Netinu um allan heim, allt frá Brasilíu til Búrkína Faso. Aðspurð um ástæður fyrir vinsædlum íslenskunnar segir Kolbrún að tengja megi þetta auknum áhuga á Íslandi. Þá vilji margir kynna sér tungu sem fáir tala auk þess sem málfræði tungumálsins sé áhugaverð, þar á meðal hið flókna beygingarkerfi. Þá hafi söngkonan Björk og íslenski hesturinn átt sinn þátt í útbreiðslu íslenskunnar. Nemendur hafi skýrt áhuga sinn á tungunni meðal annars með því að þeir vilji skilja um hvað Björk sé að syngja. Þá séu margir forvitnir um land íslenska hestsins. Hátt í 2000 í íslenskunám hjá Mími í ár Hjá Mími símenntun eru 700 manns skráðir í íslenskunámskeið fyrir útlendinga í haust og stefnir í að þeir verði um tvö þúsund á þessu ári. Er það umtalsverð fjölgun frá síðasta ári þegar á bilinu 1550-1600 manns sóttu íslenskunámskeið. Rósa S. Jónsdóttir, deildarstjóri fjölmenningar og frístunda hjá Mími, segir að um 900 manns hafi sótt um að komast í íslenskunám í haust. Aðspurð segir hún biðlista hafa myndast á íslenskunámskeiðum fyrir Pólverja en þeim hafi fjölgað mjög síðustu misseri sem vilji sækja þau. Bætt hafi verið við þremur námskeiðum í haust en ekki hafi verið hægt að taka alla inn þar sem skortur hafi verið á kennurum. Alls er boðið upp á 50 íslenskunámskeið hjá Mími, þar á meðal fyrir Norðurlandabúa, Taílendinga, Austur-Evrópubúa og Kínverja. Rósa segir mesta aðsókn í byrjendanámskeiðin og býst við aðsóknin muni áfram aukast samfara fjölgun útlendinga hér á landi. Menntamálaráðuneytið veitti í fyrra 100 milljónir króna til að styrkja íslenskukennslu í landinu en þeir fjármunir kláruðust á fyrri hluta þess árs. Því veitti ráðuneytið 100 milljónir til viðbótar til kennslu nú á haustönn. Verið er að ræða hvort áfram eiga að styrkja kennsluna en fjármunirnir hafa verið notaðir til þess að niðurgreiða íslenskunámskeið víða í samfélaginu.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira