Innlent

Lúðvík staðfestur Hermannsson

Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður er nú formlega orðinn Lúðvík Hermannsson. Dómur féll í faðernismáli hans í síðustu viku.

Sem kunnugt er hefur Lúðvík lengi barist fyrir því að fá niðurstöðu um rétt faðerni sitt. Búið var að sanna að Gizur Bergsteinsson væri ekki faðir Lúðvíks en Lúðvík hefur lengi haldið því fram að Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisráðherra, væri faðir sinn.

Í síðasta mánuði kom síðan niðurstaða úr DNA prófi sem sýndi að 99,9 prósenta líkur væru á að Hermann væri faðir Lúðvíks. Málið var síðan lagt í dóm og hefur Héraðsdómur Reykjavíkur nú úrskurðað að Lúðvík sé Hermannsson.

Dögg Pálsdóttir, lögmaður Lúðvíks, staðfesti í samtali við Vísi að faðir stefndu hefði verið staðfestur sem faðir Lúðvíks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×