Innlent

Ólafur Ragnar flytur fyrirlestur í Harvard

Ólafur Ragnar Grímsson hlaut í fyrradag verðlaun fyrir baráttu sína gegn loftlagsbreytingum á alþjóðavettvangi.
Ólafur Ragnar Grímsson hlaut í fyrradag verðlaun fyrir baráttu sína gegn loftlagsbreytingum á alþjóðavettvangi. MYND/forseti.is

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur í dag fyrirlestur í nýrri röð fyrirlestra við Harvar-háskólann í Boston sem ber heitið Framtíð orkunnar.

Markmið fyrirlestranna er að að opna nýja sýn á skipan orkumála á 21. öldinni og hvernig hægt er að virkja nýjar orkulindir svo að efnahagslegar framfarir leiði ekki til hættulegra loftlagsbreytinga.

Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að í fyrramálið muni Ólafur Ragnar svo koma fyrir orkunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í vitnaleiðslum nefndarinnar í tengslum við frumvarp um stórfellda eflingu á nýtingu jarðhita í Bandaríkjunum. Forsetinn svarar fyrirspurnum öldungadeildarþingmanna en slíkar yfirheyrslur eru reglubundinn þáttur í stefnumótun og löggjafarstarfi Bandaríkjaþings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×