Innlent

Eins og hálfs mánaðar fangelsi fyrir ölvunarakstur

MYND/Guðmundur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi dag karlmann í 45 daga fangelsi og svipti hann ökuleyfi ævilangt fyrir að aka í tvígang ölvaður.

Lögregla stöðvaði för hans í tvisvar fyrr á þessu ári og í bæði skiptin sýndu áfengismælar að hann væri undir áhrifum áfengis. Maðurinn neitaði öllum sakargiftum fyrir dómi en út frá blóðsýnum sem tekin voru úr honum eftir atvikin þótti sannað hann hefði verið ölvaður undir stýri.

Þetta var í þriðja sinn sem maðurinn hlaut refsingu fyrir ölvunarakstur og sá dómurinn ekki ástæðu til þess að skilorðsbinda refsinguna vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×