Rekin frá Bandaríkjunum en barnið varð eftir 16. júlí 2007 18:58 Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. Dagbjört Rós sem er tuttugu og fimm ára var áður búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, sem hún kynntist á Keflavíkurflugvelli árið 2003. Hún fluttist með honum til Bandaríkjanna fyrir ári. Hún á fyrir sex ára son en eignaðist dóttur með eiginmanninum sem er sautján mánaða í dag. Erfiðleikar voru í hjónabandinu og maðurinn hafði lofað að skrifa undir dvalarleyfi fyrir hana í Bandaríkjunum en ekki staðið við það. Hann fór síðan að hóta henni með því að hún væri ólöglegur innflytjandi og gæti því ekki yfirgefið landið með barnið. Dagbjört var í sambandi við skrifstofur innflytjendamála í Bandaríkjunum þar sem hún fékk þær upplýsingar að ekkert væri hægt að gera nema undirskriftin fengist. Þar sem sonur hennar var í Bandarískum skóla og hún var enn með gilt skírteini frá bandarískum hermálayfirvöldum í Þýskalandi, taldi hún að ekki væri hætta á ferðum. Áfallið dundi yfir þegar hún var stöðvuð fyrir hraðakstur og handtekinn í kjölfarið fyrir að vera ólöglega í landinu. Eiginmaður hennar kom barninu fyrir hjá foreldrum sínum og neitar móðurinni um að tala við barnið eða fá það til sín. Bandaríska sendiráðið hefur einning neitað henni um vegabréfsáritun til að fara til Bandaríkjanna til að sækja rétt sinn í forræðisdeilu. Hreinn Pálsson sendiráðsritari hjá Utanríkisráðuneytinu segir að reynt sé að aðstoða Dagbjörtu, aðallega með því að veita ráðgjöf. Henni verði hjálpað að finna lögfræðing í Bandaríkjunum en hún verði að greiða fyrir lögfræðiaðstoð úr eigin vasa. Sá kostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna. Dagbjört Rós segir að sér hafi verið ráðlagt að vinna hluta af pappírsvinnunni sjálf til að draga úr kostnaði, það sé afar flókið ekki síst þar sem hún megi ekki vera í Bandaríkjunum. Hún segir þeirri spurningu enn ósvarað hvort hún geti höfðað forræðismál nema vera stödd vestanhafs. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Dagbjört Rós Halldórsdóttir, fær ekki að snúa til Bandaríkjanna til að sækja sautján mánaða dóttur sína. Henni var vísað frá Bandaríkjunum fyrir tveimur mánuðum en hún hafði þá ekki endurnýjað dvalarleyfi sitt. Dóttirin varð eftir í Bandaríkjunum, en Dagbjört fær ekki vegabréfsáritun til að hitta barnið. Dagbjört Rós sem er tuttugu og fimm ára var áður búsett í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum, sem hún kynntist á Keflavíkurflugvelli árið 2003. Hún fluttist með honum til Bandaríkjanna fyrir ári. Hún á fyrir sex ára son en eignaðist dóttur með eiginmanninum sem er sautján mánaða í dag. Erfiðleikar voru í hjónabandinu og maðurinn hafði lofað að skrifa undir dvalarleyfi fyrir hana í Bandaríkjunum en ekki staðið við það. Hann fór síðan að hóta henni með því að hún væri ólöglegur innflytjandi og gæti því ekki yfirgefið landið með barnið. Dagbjört var í sambandi við skrifstofur innflytjendamála í Bandaríkjunum þar sem hún fékk þær upplýsingar að ekkert væri hægt að gera nema undirskriftin fengist. Þar sem sonur hennar var í Bandarískum skóla og hún var enn með gilt skírteini frá bandarískum hermálayfirvöldum í Þýskalandi, taldi hún að ekki væri hætta á ferðum. Áfallið dundi yfir þegar hún var stöðvuð fyrir hraðakstur og handtekinn í kjölfarið fyrir að vera ólöglega í landinu. Eiginmaður hennar kom barninu fyrir hjá foreldrum sínum og neitar móðurinni um að tala við barnið eða fá það til sín. Bandaríska sendiráðið hefur einning neitað henni um vegabréfsáritun til að fara til Bandaríkjanna til að sækja rétt sinn í forræðisdeilu. Hreinn Pálsson sendiráðsritari hjá Utanríkisráðuneytinu segir að reynt sé að aðstoða Dagbjörtu, aðallega með því að veita ráðgjöf. Henni verði hjálpað að finna lögfræðing í Bandaríkjunum en hún verði að greiða fyrir lögfræðiaðstoð úr eigin vasa. Sá kostnaður gæti hlaupið á tugum milljóna. Dagbjört Rós segir að sér hafi verið ráðlagt að vinna hluta af pappírsvinnunni sjálf til að draga úr kostnaði, það sé afar flókið ekki síst þar sem hún megi ekki vera í Bandaríkjunum. Hún segir þeirri spurningu enn ósvarað hvort hún geti höfðað forræðismál nema vera stödd vestanhafs.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira