Enski boltinn

Justin Timberlake heldur með Manchester United

Timberlake er mikill íþróttaáhugamaður og hér er hann með vinkonu sinni Cameron Diaz á leik LA Clippers og LA Lakers í NBA
Timberlake er mikill íþróttaáhugamaður og hér er hann með vinkonu sinni Cameron Diaz á leik LA Clippers og LA Lakers í NBA NordicPhotos/GettyImages

Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Timberlake var á hljómleikaferðalagi um Evrópu í vor og hitti Alan Smith á Lowry hótelinu fyrir nokkrum mánuðum. Þeir urðu í framhaldinu góðir kunningjar og Smith splæsti á hann miðum á völlinn. "Ég er United maður alla leið og Smithy er uppáhaldsleikmaðurinn minn af því hann er vinur minn. Christiano Ronaldo er ekkert slor heldur og svo hef ég gaman af Wayne Rooney. Smithy reddaði mér svo miðum þar sem ég sá þá spila með West Ham, en það var ekki mjög spennandi leikur þar sem allir voru að bíða eftir bikarafhendingunni," sagði Timberlake.

Hann er líka ágætur kunningi David Beckham, en Timberlake segir að hann eigi eftir að eiga fullt í fangið með að selja Bandaríkjamönnum knattspyrnu. "Ég á örugglega eftir að kíkja á leik með honum með LA Galaxy, en það er nú ekkert á við að horfa á Manchester United spila. Við eigum líka þegar eina tegund af fótbolta í Bandaríkjunum," sagði Timberlake.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×