Enski boltinn

Benitez vill ekki lána Cisse

NordicPhotos/GettyImages
Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×