Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri 18. maí 2007 16:09 Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu.Fram kemur í tilkynningu frá eigendum útgerðarinnar að þeir séu í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur af fimm bátum þeirra. Það sé eindreginn vilji forsvarsmanna Kambs að aðstoða starfsfólk við að fá vinnu á svæðinu eða annars staðar í landinu.Helstu ástæður þess að starfseminni var hætt eru slök samkeppnisstaða á Vestfjörðum, sérstaklega í landsvinnslu, og hafa skuldir félagsins aukist mikið á síðustu árum. Þá er bent á í tilkynningunni að sterk króna ásamt háum vöxtum hafi leikið útflutningsfyrirtæki grátt.Enn fremur segir í tilkynnningunni að Kambur hafi verið háður leigukvóta í rekstri sínum og þrátt fyrir umtalsverð kaup á varanlegum aflaheimildum hafi fyrirtækið á undanförnum árum leigt þúsundir tonna til þess að tryggja hráefni til vinnslu. Leigukvóti hafi hækkað mjög í verði að undanförnu og sömuleiðis verð á varanlegum aflaheimildum. Fyrirtækið sé því mjög skuldsett.Enn fremur er bent á að flutningskostnaður til Vestfjarða skekki samkeppnisstöðu vestfirskra fyrirtækja. Þá sé erfitt að fá Íslendinga til starfa bæði til sjós og lands.„Það að vera stærsti vinnuveitandi í litlu þorpi er mikið ábyrgðarhlutverk. Það víkur sér enginn undan þeirri ábyrgð meðan stætt er . Sé viðunandi rekstrargrundvöllur ekki til staðar er engum greiði gerður með áframhaldandi rekstri," segir að endingu í tilkynningunni. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira
Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu.Fram kemur í tilkynningu frá eigendum útgerðarinnar að þeir séu í viðræðum við aðila á norðanverðum Vestfjörðum um sölu á tveimur af fimm bátum þeirra. Það sé eindreginn vilji forsvarsmanna Kambs að aðstoða starfsfólk við að fá vinnu á svæðinu eða annars staðar í landinu.Helstu ástæður þess að starfseminni var hætt eru slök samkeppnisstaða á Vestfjörðum, sérstaklega í landsvinnslu, og hafa skuldir félagsins aukist mikið á síðustu árum. Þá er bent á í tilkynningunni að sterk króna ásamt háum vöxtum hafi leikið útflutningsfyrirtæki grátt.Enn fremur segir í tilkynnningunni að Kambur hafi verið háður leigukvóta í rekstri sínum og þrátt fyrir umtalsverð kaup á varanlegum aflaheimildum hafi fyrirtækið á undanförnum árum leigt þúsundir tonna til þess að tryggja hráefni til vinnslu. Leigukvóti hafi hækkað mjög í verði að undanförnu og sömuleiðis verð á varanlegum aflaheimildum. Fyrirtækið sé því mjög skuldsett.Enn fremur er bent á að flutningskostnaður til Vestfjarða skekki samkeppnisstöðu vestfirskra fyrirtækja. Þá sé erfitt að fá Íslendinga til starfa bæði til sjós og lands.„Það að vera stærsti vinnuveitandi í litlu þorpi er mikið ábyrgðarhlutverk. Það víkur sér enginn undan þeirri ábyrgð meðan stætt er . Sé viðunandi rekstrargrundvöllur ekki til staðar er engum greiði gerður með áframhaldandi rekstri," segir að endingu í tilkynningunni.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn Sjá meira