Silja verðlaunuð fyrir Wuthering Heights 23. apríl 2007 14:56 Silja Aðalsteinsdóttir er vel að verðlaununum komin. Fréttablaðið/GVA Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma." Bókmenntir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Silja Aðalsteinsdóttir hlaut í dag, á degi bókarinnar, Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á verkinu Wuthering Heights eftir Emily Brontë sem Bjartur gaf út á síðasta ári. Silja tók við verðlaununum úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, við athöfn að Gljúfrasteini fyrr í dag. Silja er þjóðinni að góðu kunn og hefur komið víða við í bókmenntalífi þjóðarinnar og starfað sem fræðimaður, kennari, blaðamaður, ritstjóri og síðast en ekki síst þýðandi merkra verka. Auk hennar voru þau Kristian Guttesen, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Ástráður Eysteinsson og Eysteinn Þorvaldsson tilnefnd að þessu sinni. Dómnefndina skipuðu þau Rúnar Helgi Vignisson, verðlaunahafi síðasta árs, sem var formaður nefndarinnar, Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir. Álit dómnefndar er á þessa leið: „Með þýðingu sinni á Wuthering Heights eftir Emily Brontë hefur Silju Aðalsteinsdóttur tekist að flytja skáldverk frá miðri 19. öld yfir á trúverðugt nútímamál og auðvelda þannig aðgengi yngri kynslóða að þessu sígilda verki. Wuthering Heights er átakamikil og margradda ástarsaga sem gerist í sveitum Englands í upphafi 19. aldar. Í áreynslulausum texta, sem tekur mið af tungutaki okkar samtíma, nær Silja að koma hrjáðum röddum og lynggrónum vindheimum afar vel til skila. Þýðing hennar er á auðugu og blæbrigðaríku máli, heldur tryggð við frumtextann eins og kostur er og vitnar í leiðinni um hugkvæmni og listfengi þýðanda sem er samgróinn íslenskri tungu eftir áratuga starf á menningarakrinum. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Silja Aðalsteinsdóttir skuli hljóta Íslensku þýðingaverðlaunin árið 2007 fyrir að vekja Wuthering Heights til lífs á ný í íslenskum samtíma."
Bókmenntir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira