Þjóðin hefur dæmt í Smáralindarmáli 14. mars 2007 10:15 Ný fermingagjafahandbók. Ákveðið var að nota hina ungu fyrirsætu áfram þrátt fyrir læti sem urðu um síðustu forsíðu Smáralindar. Ágúst Þórðarson, faðir fyrirsætu á fermingarbæklingi Smáralindar er ósáttur við skrif Guðbjargar Hildar Kolbeins og skilur ekki af hverju hún biðst ekki afsökunar. „Ég hef ekki fengið neitt erindi frá umboðsmanni barna vegna þessa. Og hvað okkur varðar þá er þjóðin eiginlega búin að dæma í þessu máli. Og það er sá dómur sem Guðbjörg Hildur Kolbeins fær. Eins og málin standa í dag munum við ekki sækja málið fyrir dómstólum,” segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Smáralindar. Í síðustu viku varð uppi fótur og fit, ekki síst í netheimum, vegna afar harkalegra ummæla doktor Guðbjargar Hildar, stundarkennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, á bloggsíðu sinni. Guðbjörg las argasta klám út úr forsíðu fermingarbæklings sem Smáralind sendi frá sér og sendi í kjölfarið umboðsmanni barna erindi vegna málsins. Túlkun hennar á meintum klámstellingum hinnar ungu fyrirsætu sem var á forsíðunni fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum. Viðbrögðin voru ofsafengin á netinu þar sem mest bar á þeim sem fordæmdu harðlega túlkunarfræði Guðbjargar Hildar. hin umdeilda forsíða Guðbjörg Hildur las úr þessari forsíðu táknmál klámsins og fór það fyrir brjóstið á mörgum. Eva Dögg segir orð Guðbjargar Hildar þeim mun alvarlegri í ljósi stöðu hennar við Háskólann og skjóta skökku við ekki síst í ljósi þess að nýverið var hrundið af stað herferð sem beint að börnum með þau skilaboð að þeim beri að gæta orða sinna á netinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins hefur Guðbjörg Hildur reynst ófáanleg til að tjá sig um málið. Þá hefur hún ekki birt staf á frægu bloggi sínu eftir að hin umdeilda færsla hvarf um viku. Faðir fyrirsætunnar ungu er Ágúst Þórðarson rekstrarhagfræðingur. Hann tekur mjög í sama streng og Eva Dögg. Og honum þykir furðu sæta að Guðbjörg Hildur hafi ekki beðist afsökunar né sent frá sér eitt né neitt í þá veru. eva dögg Þjóðin hefur dæmt, það er sá dómur sem Guðbjörg Hildur fær og verður ekki kært í málinu. „Hún er ekki að sjá sóma sinn í því. Við höfum leitað til lögfróðra aðila í samvinnu við Smáralind sem hefur höndlað þetta mál af miklum sóma. Engum æsingi eða ofstopa fyrir að fara á þeim bæ.” Ágúst fer ekki í launkofa með að allt þetta mál hefur tekið á fjölskylduna en sem betur fer hafa öll viðbrögð í umhverfi dóttur hans verið jákvæð. Skólasystkini hennar hafa staðið þétt að baki henni sem og skólayfirvöld. Ágúst segir að menn geti rétt ímyndað sér hvort þau fjölskyldan hafi ekki verið slegin út af laginu með þessum ummælum. guðbjörg hildurHefur ekki bloggað síðan hún tók niður umdeilda færslu sína -- og ófáanleg til að tjá sig um málið. „Maður veit ekki annað en barnið sitt sé að gera hina eðlilegustu og rétta hluti. Allt sem hún hefur gert í samvinnu við þetta fólk hefur verið til fyrirmyndar og allir grandalausir gagnvart svona túlkun. En Guð minn almáttugur, þetta er bara 14 ára barn. Og menn geta ímyndað sér hvernig hún þarf að taka á þessu gagnvart umhverfi sínu. Algerlega hömlulaust þetta blogg og þar virðist fólk geta sagt hvað sem er,” segir Ágúst. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Ágúst Þórðarson, faðir fyrirsætu á fermingarbæklingi Smáralindar er ósáttur við skrif Guðbjargar Hildar Kolbeins og skilur ekki af hverju hún biðst ekki afsökunar. „Ég hef ekki fengið neitt erindi frá umboðsmanni barna vegna þessa. Og hvað okkur varðar þá er þjóðin eiginlega búin að dæma í þessu máli. Og það er sá dómur sem Guðbjörg Hildur Kolbeins fær. Eins og málin standa í dag munum við ekki sækja málið fyrir dómstólum,” segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Smáralindar. Í síðustu viku varð uppi fótur og fit, ekki síst í netheimum, vegna afar harkalegra ummæla doktor Guðbjargar Hildar, stundarkennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, á bloggsíðu sinni. Guðbjörg las argasta klám út úr forsíðu fermingarbæklings sem Smáralind sendi frá sér og sendi í kjölfarið umboðsmanni barna erindi vegna málsins. Túlkun hennar á meintum klámstellingum hinnar ungu fyrirsætu sem var á forsíðunni fóru mjög fyrir brjóstið á mörgum. Viðbrögðin voru ofsafengin á netinu þar sem mest bar á þeim sem fordæmdu harðlega túlkunarfræði Guðbjargar Hildar. hin umdeilda forsíða Guðbjörg Hildur las úr þessari forsíðu táknmál klámsins og fór það fyrir brjóstið á mörgum. Eva Dögg segir orð Guðbjargar Hildar þeim mun alvarlegri í ljósi stöðu hennar við Háskólann og skjóta skökku við ekki síst í ljósi þess að nýverið var hrundið af stað herferð sem beint að börnum með þau skilaboð að þeim beri að gæta orða sinna á netinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Fréttablaðsins hefur Guðbjörg Hildur reynst ófáanleg til að tjá sig um málið. Þá hefur hún ekki birt staf á frægu bloggi sínu eftir að hin umdeilda færsla hvarf um viku. Faðir fyrirsætunnar ungu er Ágúst Þórðarson rekstrarhagfræðingur. Hann tekur mjög í sama streng og Eva Dögg. Og honum þykir furðu sæta að Guðbjörg Hildur hafi ekki beðist afsökunar né sent frá sér eitt né neitt í þá veru. eva dögg Þjóðin hefur dæmt, það er sá dómur sem Guðbjörg Hildur fær og verður ekki kært í málinu. „Hún er ekki að sjá sóma sinn í því. Við höfum leitað til lögfróðra aðila í samvinnu við Smáralind sem hefur höndlað þetta mál af miklum sóma. Engum æsingi eða ofstopa fyrir að fara á þeim bæ.” Ágúst fer ekki í launkofa með að allt þetta mál hefur tekið á fjölskylduna en sem betur fer hafa öll viðbrögð í umhverfi dóttur hans verið jákvæð. Skólasystkini hennar hafa staðið þétt að baki henni sem og skólayfirvöld. Ágúst segir að menn geti rétt ímyndað sér hvort þau fjölskyldan hafi ekki verið slegin út af laginu með þessum ummælum. guðbjörg hildurHefur ekki bloggað síðan hún tók niður umdeilda færslu sína -- og ófáanleg til að tjá sig um málið. „Maður veit ekki annað en barnið sitt sé að gera hina eðlilegustu og rétta hluti. Allt sem hún hefur gert í samvinnu við þetta fólk hefur verið til fyrirmyndar og allir grandalausir gagnvart svona túlkun. En Guð minn almáttugur, þetta er bara 14 ára barn. Og menn geta ímyndað sér hvernig hún þarf að taka á þessu gagnvart umhverfi sínu. Algerlega hömlulaust þetta blogg og þar virðist fólk geta sagt hvað sem er,” segir Ágúst.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning