Enski boltinn

Bent fer líklega til Tottenham

NordicPhotos/GettyImages
Breska blaðið The Guardian telur sig hafa heimildir fyrir því að framherjinn Darren Bent muni ganga í raðir Tottenham frá Charlton eftir helgina fyrir 15-16 milljónir punda nema Liverpool stökkvi til og bjóði í hann á síðustu stundu. Liverpool er sagt vera að reyna að fá til sín Fernando Torres frá Atletico Madrid, en þar mun Bent vera næsti kostur ef félaginu mistekst að næla í Torres.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×