Íslendingar höfðu ekki roð við Dönum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2007 00:00 Theódór Elmar Bjarnason var einn skásti leikmaður Íslands í dag. Hér á hann í höggi við tvo Dani. Mynd/Martin Sylvest Danmörk - Ísland 3-01-0 Nicklas Bentdner (35.), 2-0 Jon Dahl Tomasson (44.), 3-0 Thomas Kahlenberg (59.). Skot (á mark): 16-7 (8-4) Varin skot: Sörensen 4 - Árni Gautur 5 Horn: 10-4 Aukaspyrnur fengnar: 19-7 Rangstöður: 2-0 Skiptingar: Ísland: Kristján Örn Sigurðsson út - Sverrir Garðarsson inn (8.). Danmörk: Martin Jörgensen út - Thomas Kahlenberg (57.). Danmörk: Dennis Rommedahl út - Simon Busk Poulsen inn (73.). Ísland: Emil Hallfreðsson út - Eggert Gunnþór Jónsson inn (73.). Ísland: Veigar Páll Gunnarsson út - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (84.). Danmörk: Nicklas Bendtner út - Sören Larsen inn (85.). Áminningar: Ísland: Grétar Rafn (40.), Theódór Elmar (68.), Stefán (79.). Danmörk: Leon Andreasen (68.), Per Kröldrup (74.). 20.54 Leikslok Þá er þetta búið. Síðari hálfleikur var einkar litlaus, sérstaklega af hálfu íslenska landsliðsins. Það var hreinlega ekkert í gangi hjá liðinu. 20.52 Ásgeir Gunnar ógnar marki Dana með skoti sem Sörensen ver í horn. Hermann á skalla að marki eftir hornið en það er varið. 20.36 Rúmlega fimmtán þúsund manns eru á Parken í kvöld. Landsleikur á Parken hefur ekki verið verr sóttur í einhverja áratugi. 20.35 Christian Poulsen á gott skot sem er hárfínt framhjá íslenska markinu. 20.32 Þetta er gríðarlega erfitt hjá íslenska liðinu. Danirnir virðast ekkert þurfa að hafa fyrir málunum. 20.25 Veigar Páll bjargar á línu eftir að Christian Poulsen skallar að íslenska markinu eftir danskt horn. 20.21 Danmörk - Ísland 3-0 Danir prjóna sig í gegnum íslensku vörnina án mikilla vankvæða og varamaðurinn Thomas Kahlenberg setjur boltan framhjá Árna Gauti. 20.15 Íslendingar byrja ágætlega og fengu tvær hornspyrnur í röð án þess að nokkuð kæmi úr þeim. 20.06 Síðari hálfleikur hafinn á Parken. 19.50 Hálfleikur Kominn hálfleikur í þessum leik. Ísland byrjaði þokkalega í leiknum en svo tóku Danirnir einfaldlega öll völd á miðjunni og stjórnuðu leiknum frá a til ö. Miðjuvandræði íslenska liðsins hafa ekkert lagast með nýjum landsliðsþjálfara en það var einnig afar slæmt að missa Kristján Örn út af vegna meiðslanna. Þetta lítur ekki vel út, það verður að segjast. 19.48 Danmörk - Ísland 2-0 Dennis Rommedahl stingur Hermann Hreiðarsson af og leggur upp auðvelt mark fyrir Jon Dahl Tomasson sem potar í markið af stuttu færi. 19.39 Danmörk - Ísland 1-0 Nicklas Bendtner skorar fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann á miðjum vítateignum eftir að Stefán Gíslason skallaði boltann klaufalega til hans. Bendtner var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. 19.35 Theódór Elmar á fínt skot að marki eftir góðan sprett upp hægri kantinn. 19.34 Jon Dahl Tomasson á besta færi leiksins er hann fékk sendingu inn á markteig en skot hans fór yfir íslenska markið. 19.25 Daniel Jensen á fyrsta alvöru skot Dana sem er ágætt en Árni Gautur ver í horn. Ekkert kemur úr því. 19.24 Danir hafa róast talsvert eftir ágæta spretti í upphafi leiks. Íslenska vörnin hefur höndlað dönsku pressuna mjög vel til þessa. 19.14 Gunnar Heiðar Þorvaldsson á fyrsta skot leiksins eftir efnilega sókn íslenska liðsins. 19.11 Svo virðist sem að Kristján Örn hafi fengið högg á augað og þarf hann að fara út af - því miður. 19.08 Leikurinn fer ágætlega af stað, Íslendingarnir eru nokkuð sókndjarfir og reyna að skapa sér efnilegar sóknir. Þá lentu þeir Kristján Örn og Grétar Rafn í samstuði og lá Kristján Örn eftir. Hann er staðinn á lappir á ný. 19.03 Leikurinn er hafinn á Parken. 18.39 „Leiðin hlýtur að liggja upp á við," segir Logi Ólafsson, meðlýsandi Arnars Björnssonar á Sýn. Orð að sönnu enda hefur gengi Íslands undanfarin misseri verið gríðarlega slæmt. Vonandi að með nýjum landsliðsþjálfara koma nýjir og betri tímar. 18.28 Velkomin til leiks hér á Vísi! Framundan er leikur Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2008 en eins og flestir vita hefur leikurinn enga þýðingu í sjálfu sér þar sem hvorugt lið á möguleika á að komast áfram. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hefur gert fjórar breytingar á liðinu frá síðasta leik. Kvartíslendingurinn Jon Dahl Tomasson er í byrjunarliðinu á nýjan leik ásamt þeim Daniel Jensen, Ulrik Laursen og William Kvist. Byrjunarlið Dana (4-3-3): 1 Thomas Sörensen; 6 William Kvist, 3 Ulrik Laursen, 4 Per Kröldrup, 5 Chris Sörensen; 2 Christian Poulsen, 9 Jon Dahl Tomasson (fyrirliði), 7 Daniel Jensen; 11 Dennis Rommedahl, 8 Nicklas Bendtner, 10 Martin Jörgensen. Varamenn: 12 Niclas Jensen, 13 Leon Andreasen, 14 Thomas Kahlenberg, 15 Simon Busk Poulsen, 16 Stephan Andersen, 17 Dennis Sörensen, 18 Sören Larsen. Byrjunarlið Íslands (4-5-1): 1 Árni Gautur Arason; 6 Grétar Rafn Steinsson, 2 Kristján Örn Sigurðsson, 4 Ragnar Sigurðsson, 7 Hermann Hreiðarsson (fyrirliði); 3 Theódór Elmar Bjarnason, 5 Stefán Gíslason, 10 Veigar Páll Gunnarsson, 8 Brynjar Björn Gunnarsson, 11 Emil Hallfreðsson; 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Varamenn: 12 Daði Lárusson, 13 Sverrir Garðarsson, 14 Hjálmar Jónsson, 15 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 16 Ármann Smári Björnsson, 17 Eggert Gunnþór Jónsson, 18 Arnar Þór Viðarsson. Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira
Danmörk - Ísland 3-01-0 Nicklas Bentdner (35.), 2-0 Jon Dahl Tomasson (44.), 3-0 Thomas Kahlenberg (59.). Skot (á mark): 16-7 (8-4) Varin skot: Sörensen 4 - Árni Gautur 5 Horn: 10-4 Aukaspyrnur fengnar: 19-7 Rangstöður: 2-0 Skiptingar: Ísland: Kristján Örn Sigurðsson út - Sverrir Garðarsson inn (8.). Danmörk: Martin Jörgensen út - Thomas Kahlenberg (57.). Danmörk: Dennis Rommedahl út - Simon Busk Poulsen inn (73.). Ísland: Emil Hallfreðsson út - Eggert Gunnþór Jónsson inn (73.). Ísland: Veigar Páll Gunnarsson út - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (84.). Danmörk: Nicklas Bendtner út - Sören Larsen inn (85.). Áminningar: Ísland: Grétar Rafn (40.), Theódór Elmar (68.), Stefán (79.). Danmörk: Leon Andreasen (68.), Per Kröldrup (74.). 20.54 Leikslok Þá er þetta búið. Síðari hálfleikur var einkar litlaus, sérstaklega af hálfu íslenska landsliðsins. Það var hreinlega ekkert í gangi hjá liðinu. 20.52 Ásgeir Gunnar ógnar marki Dana með skoti sem Sörensen ver í horn. Hermann á skalla að marki eftir hornið en það er varið. 20.36 Rúmlega fimmtán þúsund manns eru á Parken í kvöld. Landsleikur á Parken hefur ekki verið verr sóttur í einhverja áratugi. 20.35 Christian Poulsen á gott skot sem er hárfínt framhjá íslenska markinu. 20.32 Þetta er gríðarlega erfitt hjá íslenska liðinu. Danirnir virðast ekkert þurfa að hafa fyrir málunum. 20.25 Veigar Páll bjargar á línu eftir að Christian Poulsen skallar að íslenska markinu eftir danskt horn. 20.21 Danmörk - Ísland 3-0 Danir prjóna sig í gegnum íslensku vörnina án mikilla vankvæða og varamaðurinn Thomas Kahlenberg setjur boltan framhjá Árna Gauti. 20.15 Íslendingar byrja ágætlega og fengu tvær hornspyrnur í röð án þess að nokkuð kæmi úr þeim. 20.06 Síðari hálfleikur hafinn á Parken. 19.50 Hálfleikur Kominn hálfleikur í þessum leik. Ísland byrjaði þokkalega í leiknum en svo tóku Danirnir einfaldlega öll völd á miðjunni og stjórnuðu leiknum frá a til ö. Miðjuvandræði íslenska liðsins hafa ekkert lagast með nýjum landsliðsþjálfara en það var einnig afar slæmt að missa Kristján Örn út af vegna meiðslanna. Þetta lítur ekki vel út, það verður að segjast. 19.48 Danmörk - Ísland 2-0 Dennis Rommedahl stingur Hermann Hreiðarsson af og leggur upp auðvelt mark fyrir Jon Dahl Tomasson sem potar í markið af stuttu færi. 19.39 Danmörk - Ísland 1-0 Nicklas Bendtner skorar fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann á miðjum vítateignum eftir að Stefán Gíslason skallaði boltann klaufalega til hans. Bendtner var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega. 19.35 Theódór Elmar á fínt skot að marki eftir góðan sprett upp hægri kantinn. 19.34 Jon Dahl Tomasson á besta færi leiksins er hann fékk sendingu inn á markteig en skot hans fór yfir íslenska markið. 19.25 Daniel Jensen á fyrsta alvöru skot Dana sem er ágætt en Árni Gautur ver í horn. Ekkert kemur úr því. 19.24 Danir hafa róast talsvert eftir ágæta spretti í upphafi leiks. Íslenska vörnin hefur höndlað dönsku pressuna mjög vel til þessa. 19.14 Gunnar Heiðar Þorvaldsson á fyrsta skot leiksins eftir efnilega sókn íslenska liðsins. 19.11 Svo virðist sem að Kristján Örn hafi fengið högg á augað og þarf hann að fara út af - því miður. 19.08 Leikurinn fer ágætlega af stað, Íslendingarnir eru nokkuð sókndjarfir og reyna að skapa sér efnilegar sóknir. Þá lentu þeir Kristján Örn og Grétar Rafn í samstuði og lá Kristján Örn eftir. Hann er staðinn á lappir á ný. 19.03 Leikurinn er hafinn á Parken. 18.39 „Leiðin hlýtur að liggja upp á við," segir Logi Ólafsson, meðlýsandi Arnars Björnssonar á Sýn. Orð að sönnu enda hefur gengi Íslands undanfarin misseri verið gríðarlega slæmt. Vonandi að með nýjum landsliðsþjálfara koma nýjir og betri tímar. 18.28 Velkomin til leiks hér á Vísi! Framundan er leikur Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2008 en eins og flestir vita hefur leikurinn enga þýðingu í sjálfu sér þar sem hvorugt lið á möguleika á að komast áfram. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt og hefur gert fjórar breytingar á liðinu frá síðasta leik. Kvartíslendingurinn Jon Dahl Tomasson er í byrjunarliðinu á nýjan leik ásamt þeim Daniel Jensen, Ulrik Laursen og William Kvist. Byrjunarlið Dana (4-3-3): 1 Thomas Sörensen; 6 William Kvist, 3 Ulrik Laursen, 4 Per Kröldrup, 5 Chris Sörensen; 2 Christian Poulsen, 9 Jon Dahl Tomasson (fyrirliði), 7 Daniel Jensen; 11 Dennis Rommedahl, 8 Nicklas Bendtner, 10 Martin Jörgensen. Varamenn: 12 Niclas Jensen, 13 Leon Andreasen, 14 Thomas Kahlenberg, 15 Simon Busk Poulsen, 16 Stephan Andersen, 17 Dennis Sörensen, 18 Sören Larsen. Byrjunarlið Íslands (4-5-1): 1 Árni Gautur Arason; 6 Grétar Rafn Steinsson, 2 Kristján Örn Sigurðsson, 4 Ragnar Sigurðsson, 7 Hermann Hreiðarsson (fyrirliði); 3 Theódór Elmar Bjarnason, 5 Stefán Gíslason, 10 Veigar Páll Gunnarsson, 8 Brynjar Björn Gunnarsson, 11 Emil Hallfreðsson; 9 Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Varamenn: 12 Daði Lárusson, 13 Sverrir Garðarsson, 14 Hjálmar Jónsson, 15 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, 16 Ármann Smári Björnsson, 17 Eggert Gunnþór Jónsson, 18 Arnar Þór Viðarsson.
Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Sjá meira