Í dag mátti sjá dönsku landsliðstreyjuna til sölu á 50% afslætti víða á Strikinu í Kaupmannahöfn. Hvort þetta má rekja til þess að liðið er að skipta um búninga eða hvort Danir hafa misst áhugann á liði sínu skal ósagt látið.
Danska treyjan kostaði 500 krónur danskar í verslununum áður eða 6200 krónur íslenskar, en í dag má sjá hana á tilboði upp á 190-200 krónur danskar sem er ríflega helmingslækkun.
Danska landsliðið á ekki möguleika á að komast á EM á næsta ári og er árangur liðsins í undankeppninni í ár einn sá slakasti í meira en tvo áratugi. Landsliðsþjálfarinn Morten Olsen hefur enda verið gagnrýndur harðlega og margir heimta að hann verði látinn fara eftir verkefnið á Parken í kvöld.