Innlent

Staða íslenskukennslu erlendis ótrygg

Fleiri þurfa að leggja sitt af mörkum til að styrkja íslenskukennslu erlendis.
Fleiri þurfa að leggja sitt af mörkum til að styrkja íslenskukennslu erlendis. MYND/GVA

Staða íslenskukennslu í erlendum háskólum er víða ótrygg og svo gæti farið að sumir háskólar hætti að bjóða upp á hana. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Samtaka sendikennara í íslensku erlendis. Þeir skora á íslensk stjórnvöld og aðra velunnara íslensks máls að leggja sitt af mörkum til eflingar íslenskukennslu erlendis.

Í ályktun kennaranna kemur fram að innri hagræðing í háskólum, sem fylgt hefur samræmingu á prófgráðum og námsfyrirkomulagi í evrópskum háskólum hafi einatt verið á kostnað greina sem ekki uppfylla kröfur um tiltekinn nemendafjölda. Röksemdir um menningarlega skyldur háskóla við hefðbundna hugvísindagreinar mega sín nú minna en áður.

Þá er vakin sérstök athygli á því að við marga háskóla á Norðurlöndum hefur kennsla í máli og menningu Norðurlanda átt undir högg að sækja. Staða smárra greina eins og íslensku er víða ótrygg og þörf er á auknum stuðningi til að efla íslenskukennslu erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×