Innlent

Lýst eftir Krymski á Schengen-svæðinu

Andri Ólafsson skrifar

Lýst hefur verið eftir Przemyslav Pawel Krymski í upplýsingakerfi Schengen landanna (SIS) en Krymski rauf farbann og flaug til Kaupmannahafnar í síðustu viku. Krymski er auk tveggja annara Pólverja grunaður um aðild að nauðgun í heimahúsi á Selfossi fyrir skömmu.

Hjá Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra fengust að auk þess sem sérstaklega sé lýst sé eftir Krymski á Schengen svæðinu sé einnig verið að vinna að handtökuskipun á hendur Krymski sem send verður til Alþjóðalögreglunnar Interpol sem nær til 188 landa.

Bæði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi og Jóhann R. Benediktsson lögerglustjóri á Suðurnesjum hafa kallað eftir því að reglur um farbann verði hertar eftir að Krymski málið kom upp fyrir helgi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×