Fótbolti

Ronaldo: Augljóst að Kaka vinnur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka á fullri ferð með AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni.
Kaka á fullri ferð með AC Milan í Meistaradeildinni í vikunni. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Ronaldo segir að enginn vafi leiki á því að Kaka hljóti Gullboltann svokallaða sem France Football tímaritið veitir ár hvert.

„Kaka er alveg einstakur," sagði Ronaldo í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu. „Hann hefur spilað of stórt hlutverk þetta árið til að hægt sé að ganga framhjá honum."

Hingað til hafa verðlaunin verið einskoruðuð við Evrópu en nú koma allir til greina. Það eru blaðamenn víðs vegar í Evrópu sem eru með atkvæðisrétt, til að mynda Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu.

Ítalskir fjölmiðlar eru handvissir um að Kaka hljóti verðlaunin en þeir sem þykja helst koma einnig til greina eru Lionel Messi, Didier Drogba og Cristiano Ronaldo.

Kaka skoraði tíu mörk fyrir markahæsti leikmaður AC Milan með tíu mörk er liðið vann Meistaradeild Evrópu í vor.

Kaka er einnig tilnefndur sem leikmaður ársins en það er Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, sem stendur að því kjöri. Messi og Cristiano Ronaldo eru einnig tilnefndir ásamt Kaka.

Fabio Cannavaro, fyrirliði heimsmeistara Ítalíu, vann bæði verðlaun í fyrra. Kjörið verður kunngjört á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×