Enski boltinn

Richardson íhugar að fara frá United

Kieran Richardson
Kieran Richardson NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu.

"Eftir því sem maður eldist verður maður að skoða hvort maður fær að spila reglulega og ef svo er ekki verður maður að líta í kring um sig. Ég hef alltaf sagt að ég vildi helst vera áfram hjá Manchester United og ég er ekkert sérlega spenntur fyrir að fara á lánssamning því ég hef þegar prófað það," sagði Richardson. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Sunderland þar sem Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, ræður ríkjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×