Fótbolti

AC Milan í úrslit í Japan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Clarence Seedorf í leiknum í dag.
Clarence Seedorf í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Clarence Seedorf kom AC Milan í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða er hann skoraði eina mark leiksins gegn japanska liðinu Urawa Red Diamonds.

Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi en það var Brasilíumaðurinn Kaka sem reyndist ríða baggamuninn á endanum. Hann undirbjó markið fyrir Seedorf á glæsilegan máta.

Milan mætir nú Boca Juniors í úrslitaleiknum á sunnudag en Argentínumennirnir tryggðu sér sæti í úrslitunum með 1-0 sigri á Etoile Sportive du Sahel frá Túnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×