Enski boltinn

Capello ráðinn landsliðsþjálfari í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello, verðandi landsliðsþjálfari Englands samkvæmt BBC.
Fabio Capello, verðandi landsliðsþjálfari Englands samkvæmt BBC. Nordic Photos / AFP

Samkvæmt fréttastofu BBC verður Fabio Capello ráðinn landsliðsþjálfari Englands síðar í dag.

BBC segir að Capello hafi verið boðinn fjögurra ára samningur sem myndi tryggja Capello fimm hundruð milljónir króna í árslaun.

Stjórn enska knattspyrnusambandsins mun funda í hádeginu og mun ráðningin verða tilkynnd í kjölfarið.

Capello hefur áður þjálfað AC Milan, Real Madrid, Juventus og Roma. Hann kemur í stað Steve McClaren sem mistókst að koma Englandi í úrslitakeppni EM 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×