Innlent

Stálu bjór af skemmtistað á Akranesi

Fjórir piltar um tvítugt voru færðir á lögreglustöðina á Akranesi í morgun eftir að brotist hafði verið inn á skemmtistað í bænum í nótt og þaðan stolið um 20 bjórum.

Einn piltanna viðurkenndi við yfirheyrslur í morgun að tveir þeirra hefðu brotist inn á staðinn og haft bjórinn á brott með sér í bakpoka en þeir höfðu ekki neytt veiganna þegar lögregla hafði hendur í hári hans.

Verið var að sækja hina þrjá til yfirheyrslu nú skömmu fyrir hádegið þegar Vísir ræddi við lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×