Enski boltinn

Jonathan Evans laus gegn tryggingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonathan Evans í leik með norður-írska landsliðinu.
Jonathan Evans í leik með norður-írska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images

Jonathan Evans, leikmanni Manchester United, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu gegn tryggingargjaldi. Hann gaf sig fram við lögregluna í gærkvöldi.

Hann var handtekinn vegna gruns um að hafa nauðgað 26 ára gamallri konu á mánudagskvöldið í jólateiti Manchester United. Atvikið mun hafa átt sér stað á hóteli í Manchester-borg en lögreglan var kölluð til klukkan 4.15 á aðfaranótt þriðjudags.

Evans hefur átta sinnum leikið með A-landsliði Norður-Íra, til að mynda gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í haust.

Samkvæmt fregnum í Englandi hafa öryggisverðir tekið sér stöðu fyrir utan heimili Evans í Manchester sem er nítján ára gamall.

Enginn hjá Manchester United hefur viljað tjá sig opinberlega um málið.

Evans lék sinn fyrsta leik með United í haust en hann var á láni hjá Sunderland síðastliðið tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×