Innlent

Úthlutun til nauðstaddra lýkur á morgun

Það er sitthvað í boði í Sætúni.
Það er sitthvað í boði í Sætúni.

Úthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Hjálparstarfs kirkjunnar hófst í gær og lýkur á morgun. Í lok dagsins í dag var búið að afgreiða um 1000 umsóknir af þeim 1400 sem hafa borist og á Akureyri verða afgreiddar um 90 umsóknir.

Á bak við hverja umsókn eru að meðaltali 2.5 einstaklingar sem þýðir að meira en 4000 einstaklingar njóta góðs af aðstoðinni, segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar.

Í Reykjavík fer úthlutunin fram í Sætúni 8 ( í húsnæði O. Johnson & Kaaber).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×