Innlent

Fann fjóra dauða selskópa í rusli

Fjórir hauslausir selkópar fundust nýverið í bylgjupappagámi hjá endurvinnslunni á Akureyri. Málið er óupplýst.

Frímann Stefánsson starfsmaður endurvinnslunnar var að taka á móti bylgjupappa síðastliðinn föstudag í húsnæði endurvinnslunnar í Réttarhvammi þegar hann sá hræin.

Mikið blóð og ógeð fylgdi sendingunni að sögn Frímanns. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á verknaðinum en það þarf varla að taka það fram að svona gerist ekki á hverjum degi.

Gunnar Garðarsson forstöðumaður endurvinnslunnar á Akureyri vill brýna fyrir fólki að standa ekki fyrir hrekkjum eða óaðgæslu af þessu tagi. En Frímann sér einnig spaugilega hlið á þessu öllu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×