Innlent

Vel yfir 100 kertabrunar í desember

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Undanfarin ár hafa að meðaltali verið um 120 kertabrunar í desember og má reikna með að 60-90 íbúðir skemmist vegna kertabruna um jól og áramót. Í flestum tilfellum verða óhöppin á gamlársdag og nýársdag, samkvæmt tölum Forvarnarhúss Sjóvá.

Ýmsar leiðir eru til þess að draga úr líkum á óhöppum. Til dæmis að hafa kertaskreytingar á óbrennanlegum stjökum eða undirlagi sem ekki leiðir hita og er stöðugt. Einnig að hafa skrautið á skreytingunni þannig að það sé aldrei staðsett þar sem hætta er á að kertaloginn nái til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×