Eigendur Eimskips segja málið sér óviðkomandi 19. desember 2007 11:50 Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Eimskips og Baldur Guðnason, forstjóri á góðri stund í Kína á dögunum. MYND/Þórhallur Eimskipafélagið ætlar ekki að una sekt Samkeppniseftirlitsins sem í morgun ákvað að sekta félagið um 310 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot. Í tilkynningu frá Eimskip segir að málið sé sér óviðkomandi þar sem félagið hafi skipt um eigendur og allir æðstu stjórnendur frá umræddu tímabili hafi látið af störfum. Rúm fimm ár eru síðan Samkeppniseftirlitið gerði húsleitina sem málið er byggt á. Eimskipsmenn segja málinu beint að röngum aðila. „Stjórnendur Eimskips undrast þann langa tíma sem stofnunin hefur tekið í þetta mál eða rúm 5 ár frá því að húsleit var framkvæmd," segir í tilkynningunni. „Loks hefur þeirri óvissu verið eytt að hluta sem varað hefur allan þennan tíma. Ákvörðunin vekur furðu og verður áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Óvíst er því hvenær lokaniðurstaða málsins mun liggja fyrir." Núverandi stjórnendur Eimskips benda á að þegar rannsókn málsins hófst beindist hún að Hf. Eimskipafélagi Íslands hinu eldra. „Nafni félagsins var síðar breytt í Burðarás hf. Sjórekstur félagsins var seldur og félagið Eimskip ehf. stofnað um þann rekstur. Burðarás hf. (áður Hf. Eimskipafélag Íslands) sem málið beindist upphaflega að var síðar skipt upp á milli Landsbanka Íslands og Straums-Burðarás og allar skyldur og réttindi þess félags skiptust á milli þeirra félaga lögum samkvæmt." „Þrátt fyrir aðilaskipti að sjóflutningastarfsemi og að ný lögpersóna hafi tekið við rekstrinum, þá kaus Samkeppniseftirlitið að beina málinu gegn hinu nýja félagi í stað þess að beina kröfum sínum að þeim félögum sem yfirtóku allar skyldur þess félags sem upphaflega var til rannsóknar (Hf Eimskipafélag Íslands hið eldra.) Eimskip telur það stangast á við lagareglur um aðild og málinu sé því ranglega beint gegn núverandi Hf. Eimskipafélagi Íslands." Málið hófst með húsleit hjá Hf Eimskipafélagi Íslands, hinu eldra, í september 2002 og því hafa samkeppnisyfirvöld verið með málið í vinnslu í rúm 5 ár. „Þessi dráttur verður að teljast mjög óeðlilegur og réttilega hefði átt að taka tillit til þessa við ákvörðun sektar en það virðist ekki hafa verið gert. Því fer fjarri að Eimskip eigi að gjalda fyrir þann langa og óeðlilega drátt sem orðið hefur á málinu af völdum Samkeppniseftirlits. Þvert á móti ætti að taka tillit til þess við sektarákvörðun. Af þessum sökum telur félagið að sektin sé ekki í nokkru samræmi við það sem eðlilegt mætti teljast." Að mati Eimskips er það eðlileg og sangjörn krafa í réttarríki að mál dragist ekki á langinn. Stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja eðlilegan málshraða. „Þetta á sérstaklega við í viðkvæmum málum eins og hér um ræðir." Þá benda þeir á að á þeim langa tíma sem liðinn er í frá því málið fór í vinnslu hafi miklar breytingar átt sér stað, „ekki bara á eignarhaldi félagsins heldur líka í umhverfi þess og stjórnun. Þannig hafa allir æðstu stjórnendur sem voru við störf þegar málið kom upp horfið frá störfum og aðrir komið að þ.m.t. forstjórar." Í tilkynningunni segir einnig að félagið hafi andmælt því að hafa verið markaðsráðandi á sjóflutningamarkaði og byggir það meðal annars á „tveimur greinargerðum virtra hagfræðiprófessora, þeirra Gylfa Magnússonar og Friðriks Más Baldurssonar. Niðurstöður þeirra eru að Hf Eimskipafélag Íslands, hið eldra, hafi ekki verið markaðsráðandi á þeim tíma sem hin meintu brot tóku til. Þetta þýðir að Hf Eimskipafélag Íslands, hið eldra, gat ekki verið brotlegt eins og Samkeppniseftirlitið heldur fram, enda eru markaðyfirráð forsenda fyrir beitingu 11. gr. samkeppnislaga." Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Eimskipafélagið ætlar ekki að una sekt Samkeppniseftirlitsins sem í morgun ákvað að sekta félagið um 310 milljónir króna fyrir samkeppnisbrot. Í tilkynningu frá Eimskip segir að málið sé sér óviðkomandi þar sem félagið hafi skipt um eigendur og allir æðstu stjórnendur frá umræddu tímabili hafi látið af störfum. Rúm fimm ár eru síðan Samkeppniseftirlitið gerði húsleitina sem málið er byggt á. Eimskipsmenn segja málinu beint að röngum aðila. „Stjórnendur Eimskips undrast þann langa tíma sem stofnunin hefur tekið í þetta mál eða rúm 5 ár frá því að húsleit var framkvæmd," segir í tilkynningunni. „Loks hefur þeirri óvissu verið eytt að hluta sem varað hefur allan þennan tíma. Ákvörðunin vekur furðu og verður áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Óvíst er því hvenær lokaniðurstaða málsins mun liggja fyrir." Núverandi stjórnendur Eimskips benda á að þegar rannsókn málsins hófst beindist hún að Hf. Eimskipafélagi Íslands hinu eldra. „Nafni félagsins var síðar breytt í Burðarás hf. Sjórekstur félagsins var seldur og félagið Eimskip ehf. stofnað um þann rekstur. Burðarás hf. (áður Hf. Eimskipafélag Íslands) sem málið beindist upphaflega að var síðar skipt upp á milli Landsbanka Íslands og Straums-Burðarás og allar skyldur og réttindi þess félags skiptust á milli þeirra félaga lögum samkvæmt." „Þrátt fyrir aðilaskipti að sjóflutningastarfsemi og að ný lögpersóna hafi tekið við rekstrinum, þá kaus Samkeppniseftirlitið að beina málinu gegn hinu nýja félagi í stað þess að beina kröfum sínum að þeim félögum sem yfirtóku allar skyldur þess félags sem upphaflega var til rannsóknar (Hf Eimskipafélag Íslands hið eldra.) Eimskip telur það stangast á við lagareglur um aðild og málinu sé því ranglega beint gegn núverandi Hf. Eimskipafélagi Íslands." Málið hófst með húsleit hjá Hf Eimskipafélagi Íslands, hinu eldra, í september 2002 og því hafa samkeppnisyfirvöld verið með málið í vinnslu í rúm 5 ár. „Þessi dráttur verður að teljast mjög óeðlilegur og réttilega hefði átt að taka tillit til þessa við ákvörðun sektar en það virðist ekki hafa verið gert. Því fer fjarri að Eimskip eigi að gjalda fyrir þann langa og óeðlilega drátt sem orðið hefur á málinu af völdum Samkeppniseftirlits. Þvert á móti ætti að taka tillit til þess við sektarákvörðun. Af þessum sökum telur félagið að sektin sé ekki í nokkru samræmi við það sem eðlilegt mætti teljast." Að mati Eimskips er það eðlileg og sangjörn krafa í réttarríki að mál dragist ekki á langinn. Stjórnvöld séu skuldbundin til að tryggja eðlilegan málshraða. „Þetta á sérstaklega við í viðkvæmum málum eins og hér um ræðir." Þá benda þeir á að á þeim langa tíma sem liðinn er í frá því málið fór í vinnslu hafi miklar breytingar átt sér stað, „ekki bara á eignarhaldi félagsins heldur líka í umhverfi þess og stjórnun. Þannig hafa allir æðstu stjórnendur sem voru við störf þegar málið kom upp horfið frá störfum og aðrir komið að þ.m.t. forstjórar." Í tilkynningunni segir einnig að félagið hafi andmælt því að hafa verið markaðsráðandi á sjóflutningamarkaði og byggir það meðal annars á „tveimur greinargerðum virtra hagfræðiprófessora, þeirra Gylfa Magnússonar og Friðriks Más Baldurssonar. Niðurstöður þeirra eru að Hf Eimskipafélag Íslands, hið eldra, hafi ekki verið markaðsráðandi á þeim tíma sem hin meintu brot tóku til. Þetta þýðir að Hf Eimskipafélag Íslands, hið eldra, gat ekki verið brotlegt eins og Samkeppniseftirlitið heldur fram, enda eru markaðyfirráð forsenda fyrir beitingu 11. gr. samkeppnislaga."
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira