Innlent

Dæmdur fyrir að lemja lögreglumenn

Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo lögreglumenn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Eskifirði í fyrra sumar.

Maðurinn sló lögreglumann í andlitið og sparkaði í kvið lögreglukonu sem höfðu afskipti af manninum í fangaklefanum eftir að hann hóf að rífa áklæði af dýnu sem þar var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×