Innlent

Rússneskar sprengjuvélar milli Íslands og Bretlands í gær

Tvær rússneskar sprengjuflugvélar fóru í það sem er að verða reglubundið flug milli Íslands og Bretlands í gær. Ekki var farið inn í íslenska lofthelgi og snúið við á miðri leið.

Tvær Tupolev 160 sprengjuflugvélar lentu á Engels-herflugvellinum í Suður-Rússlandi um hálfsex að staðartíma eftir tæplega 14 klukkustunda flug.

Yfirmaður langdrægu sprengjuflugvéla rússneska hersins sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 að vélarnar hefðu flogið leiðina án þess að taka nokkurs staðar eldsneyti. Hann segir að sínir menn fái loks það æfingaflug sem þeir þurfi. Til viðbótar geti Rússar sýnt og sannað að þeir geti beitt herstyrk sínum hvar í heiminum sem er og hvenær sem þeir vilji.

Hann sagði að flugvélarnar tvær hefðu fari á milli Íslands og Bretlands og snúið þar við. Samkvæmt öðrum heimildum fóru norskar og breska orrustuþotur til móts við þær.

Hershöfðinginn tók fram að það væri ekki stefnan að fara inn í lofthelgi annarra landa og það hefði ekki verið gert nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×