Innlent

Eimskip áfrýjar úrskurði Samkeppniseftirlitsins

MYND/Vilhelm

Eimskip hefur þegar ákveðið að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem sektað hefur félagið um 310 milljónir króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á sjóflutningamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallar Íslands.

Félagið telur meðferð Samkeppniseftirlitsins hafa dregist úr hömlu. Eimskip telur málinu ranglega beint að félaginu enda hafi nýtt félag komið að sjórekstrarþætti félagsins og önnur félög hafa yfirtekið réttindi þess og skyldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×