Innlent

Kona dæmd fyrir fíkniefnabrot

Kona var í Héraðsdómi Norðurlands eystri dæmd til að greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetmíns og kannabisefna á Akureyri í sumar. Þá var hún einnig með lítilræði af sömu efnum í fórum sínum.

Konan var svipt ökuleyfi í þrjá mánuði. Greiði hún sekt sína ekki innan fjögurra vikna skal hún sitja í fangelsi í sex daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×