Innlent

Suðurlindir stofnaðar á morgun

Framtíðar virkjunarmöguleikar Hitaveitu Suðurnesja hverfa inn í fyrirtækið Suðurlindir, sem stofnað verður á morgun. Hafnarfjarðarbær, Grindavík og Vogar standa að nýja fyrirtækinu, sem á að standa vörð um almannahagsmuni á svæðinu og hafa um það að segja hver virkji á svæðinu ot til hvers.

Sveitarfélögin þrjú eiga Trölladyngju, Sandfell og Krýsuvík. Svartsengi er líka á svæði Grindavíkur þannig að frekari virkjunarmöguleikar þar munu væntanelga heyra undir Suðurlindir. Óljóst er hvort eða hvaða áhrif þetta kann að hafa á verðmat Hitaveitu Suðurnesja




Fleiri fréttir

Sjá meira


×