Enski boltinn

Capello búinn að skrifa undir

NordicPhotos/GettyImages

Nú rétt í þessu tilkynnti enska knattspyrnusambandið frá því formlega að það hefði gert fjögurra og hálfs árs samning við Fabio Capello sem með því verður annar útlendingurinn til að stýra enska landsliðinu.

Capello mun fá hálfan milljarð króna í laun á ári eftir skatta og getur fengið sig lausan undan samningi sínum árið 2010. Capello verður tilkynntur með formlegu tilstandi á blaðamannafundi í hádeginu á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×