Enski boltinn

Capello verður með sömu laun og John Terry

Capello hefur með sér einvalalið þjálfara
Capello hefur með sér einvalalið þjálfara NordicPhotos/GettyImages

Fabio Capello verður hæstlaunaðasti þjálfari í knattspyrnuheiminum þegar hann tekur við enska landsliðinu ef marka má frétt Sky í dag. Hann verður með hálfan milljarð króna í árslaun, eða sömu laun og John Terry, fyrirliði Chelsea.

Enska knattspyrnusambandið mun væntanlega ganga frá lausum endum í samningsmálum hans í dag og þá er reiknað með því að hann fái með sér fjóra ítalska aðstoðarmenn. Capello hefur einnig óskað eftir því að fá enska þjálfara inn í teymi sitt. Hér fyrir neðan er stutt samantekt á fjórmenningunum sem starfa munu með Capello.

Franco Baldini: Fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Bolton. Hann verður væntanlega ráðinn aðstoðarþjálfari en gegnir svipuðu hlutverki og Tord Grip aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson.

Italo Galbiati: Starfar sem þjálfari og verður hægri hönd Capello með landsliðið.

Massimo Neri: Fyrrum þjálfari hjá Juventus og Real Madrid. Sérhæfir sig í styrktar- og þolæfingum. Lykilmaður hjá Capello sem leggur mikið upp úr líkamlegu ástandi leikmanna.

Franco Tancredi: Markvarðaþjálfari og goðsögn frá Roma á Ítalíu. Stóð í marki Ítala á HM 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×