Framsókn hefði mátt standa oftar í lappirnar í erfiðum málum 12. október 2007 13:20 MYND/Stöð 2 „Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." Á fjölsóttum opnum fundi sem Framsóknarflokkurinn efndi til nú í hádeginu útskýrði Björn Ingi fyrir flokkssystkinum sínum aðdragandann að myndun nýs meirihluta. „Maður sprengir ekki meirihlutasamstarfið í borginni að gamani sínu," segir Björn Ingi. „Maður fær ekki heilann stjórnmálaflokk upp á móti sér upp á grín." Þá sagði Björn Ingi að stundum kastaðist í kekki og menn næðu að leysa það en svo væri ekki alltaf. „Mér hefur fundist á undanförnum árum að Framsóknarflokkurinn hafi stundum oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum málum, segja hingað og ekki lengra, ég get þetta ekki," sagði Björn Ingi og spurði fundarmenn hvort þeir hefðu verið ánægðir hefði hann gengið að kostum sjálfstæðismanna. Uppskar hann nei úr hópi fundarmanna. „Það var ekkert annað að gera í stöðunni," sagði Björn Ingi um samstarfsslitin. Alfreð Þorsteinsson bætir því við að það var bara ekkert annað að gera í stöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn ósamstarfshæfur vegna innbyrðis átaka. Í fyrirspurnum á eftir var Björn Ingi spurður um eigendafundinn hjá REI og OR sem nú er fyrir dómstólum. Björn Ingi segir að eðlilegast sé að halda þennan fund aftur og ganga frá málum í stað þess að bíða í fleiri mánuði eftir niðurstöðu úr málssókninni. Fundarstjóri var Alfreð Þorsteinsson og auk Björns Inga ávarpaði Óskar Bergsson fundarmenn. Óskar segir að Alfreð hafi reynt að gera lítið úr hlut sínum í þessu máli. „Staðreyndin er sú að eftir að Guðlaugur Þór rak Alfreð úr starfi hafði hann nægan tíma til að fella meirihlutann í borginni," segir Óskar. Fullt var út að dyrum á fundinum og er Björn Ingi hafði lokið máli sínu stóðu fundargestir upp og klöppuðu honum lof í lófa. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
„Ég hef fundið til með vini mínum Vilhjálmi Vilhjálmssyni undanfarna daga," sagði Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins á fundi með flokkssystkinum sínum í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu. „Hann á ekki skilið þá meðferð sem hann hlaut þegar baklandið í flokk hans brást honumn algerlega." Á fjölsóttum opnum fundi sem Framsóknarflokkurinn efndi til nú í hádeginu útskýrði Björn Ingi fyrir flokkssystkinum sínum aðdragandann að myndun nýs meirihluta. „Maður sprengir ekki meirihlutasamstarfið í borginni að gamani sínu," segir Björn Ingi. „Maður fær ekki heilann stjórnmálaflokk upp á móti sér upp á grín." Þá sagði Björn Ingi að stundum kastaðist í kekki og menn næðu að leysa það en svo væri ekki alltaf. „Mér hefur fundist á undanförnum árum að Framsóknarflokkurinn hafi stundum oftar mátt standa í lappirnar í erfiðum málum, segja hingað og ekki lengra, ég get þetta ekki," sagði Björn Ingi og spurði fundarmenn hvort þeir hefðu verið ánægðir hefði hann gengið að kostum sjálfstæðismanna. Uppskar hann nei úr hópi fundarmanna. „Það var ekkert annað að gera í stöðunni," sagði Björn Ingi um samstarfsslitin. Alfreð Þorsteinsson bætir því við að það var bara ekkert annað að gera í stöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var orðinn ósamstarfshæfur vegna innbyrðis átaka. Í fyrirspurnum á eftir var Björn Ingi spurður um eigendafundinn hjá REI og OR sem nú er fyrir dómstólum. Björn Ingi segir að eðlilegast sé að halda þennan fund aftur og ganga frá málum í stað þess að bíða í fleiri mánuði eftir niðurstöðu úr málssókninni. Fundarstjóri var Alfreð Þorsteinsson og auk Björns Inga ávarpaði Óskar Bergsson fundarmenn. Óskar segir að Alfreð hafi reynt að gera lítið úr hlut sínum í þessu máli. „Staðreyndin er sú að eftir að Guðlaugur Þór rak Alfreð úr starfi hafði hann nægan tíma til að fella meirihlutann í borginni," segir Óskar. Fullt var út að dyrum á fundinum og er Björn Ingi hafði lokið máli sínu stóðu fundargestir upp og klöppuðu honum lof í lófa.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira