Enski boltinn

Í hvoru liðinu ertu, Becks?

Bekcham er ekki hræddur við að flagga "pakkanum"
Bekcham er ekki hræddur við að flagga "pakkanum"

David Beckham hefur valdið miklu fjaðrafoki með nýjustu Armani auglýsingunni sinni. Hún hefur enn á ný vakið upp spurningar um kynhneigð knattspyrnumannsins og þykir nokkuð djörf.

Breska blaðið Sun lét ekki sitt eftir liggja og fékk samkynhneigða sjónvarpsstjörnu til að gera úttekt á auglýsingunni.

Þar liggur Beckham fáklæddur á rúmi með fætur glenntar í sundur og þykir sumum auglýsingin "sýna full mikið." Greinarhöfundur Sun veltir því m.a. fyrir sér hvort einhver annar karlmaður á jörðinni en Beckham myndi klæðast nærbuxum á borð við þær sem hann klæðist í auglýsingunni.

Sérfræðingur Sun segir að þó knattspyrnumaðurinn og kyntáknið feti þarna enn og aftur inn á kvenlegar brautir, sé þetta nýjasta útspil hans aðeins frekari staðfesting á því hvað hann sé öruggur með útlit sitt og kynhneigð.

Samkynhneigðir karlmenn geti því í besta falli vonast til að hafa Beckham með sér í svefnherberginu í formi veggspjalds fyrir ofan rúmið. Það sé á hreinu að EF Beckham væri inni í skápnum - myndi hann aldrei þora að láta taka slíkar myndir af sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×