Enski boltinn

Fyrirliðabandið tekið af Terry?

Svo gæti farið að fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu yrði tekið af John Terry þegar næsti landsliðsþjálfari tekur við.

Breska blaðið Sun hefur eftir heimildamanni sínum hjá enska knattspyrnusambandinu að þó allir séu ánægðir með frammistöðu Terry og leiðtogahlutverk innan vallar, hafi menn áhyggjur af líferni hans utan vallar sem ekki þykir gefa gott fordæmi.

Skemmst er að minnast greinar í News of the World fyrir nokkru þar sem John Terry á að hafa verið drukknasti maðurinn í teiti í Lundúnum þar sem haldið var upp á afmæli eins af félögum Terry í Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×