Fótbolti

Boca Juniors í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Boca Juniors fagna sigurmarki sínu í morgun.
Leikmenn Boca Juniors fagna sigurmarki sínu í morgun. Nordic Photos / AFP

Boca Juniors frá Argentínu komst í morgun í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða sem fer fram í Japan þessa dagana.

Liðið bar siguorð af Afríkumeisturum Etoile Sportive du Sahel, 1-0, með marki Neri Cardozo.

Á morgun mæta Evrópumeistarar AC Milan heimamönnum í Urawa Reds í Yokohama þar sem úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Sigurvegarinn í leik morgundagsins mætir Boca Juniors í úrslitaleiknum.

Urawa Reds vann Sepahan frá Íran í fyrradag, 3-1. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×