Innlent

Rannsókn á meintri nauðgun á viðkvæmu stigi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar meinta nauðgun á veitingastað í miðborg Reykjavíkur um helgina.

Kona var flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis aðfaranótt sunnudags en grunur leikur á að hún hafi orðið fyrir kynferðisárás á salerni veitingastaðarins.

Samkvæmt upplýsingum frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar er rannsókn málsins á afar viðkvæmu stigi og engar frekari upplýsingar gefnar um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×