Erfitt að sanna skipulagðan þjófnað Andri Ólafsson skrifar 28. desember 2007 13:43 Níu sátu um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Litháarnir fimm sem dæmdir voru fyrir búðarhnupl í október eru farnir úr landi samkvæmt heimildum Vísis. Farbann sem þeim var gert að sæta rann úr gildi þegar dómur féll í málinu. Ef það reynist rétt þurfa þrír þeirra þurfa að koma aftur til Íslands til að afplána fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir þjófnað, hylmingu og vörslu þýfis. Geri þeir það ekki verður lýst eftir þeim á Schengen svæðinu og hjá Interpol. Samkvæmt heimildum Vísis innan lögreglunnar eru menn þar á bæ á hundfúlir með lyktir þessa umfangsmikla máls sem þótti skreppa heldur mikið saman frá því að rannsókn hófst og þar til ákærur voru útgefnar. Sú óánægja beinist þó ekki að ákæruvaldinu, sem þykir hafa staðið sig vel, heldur að þeim lagalegu erfiðleikum sem lögreglan stóð frammi fyrir við rannsókn málsins. Í upphafi þess voru fjórtán Litháar handteknir, grunaðir um stórfellt og skipulagt búðarhnupl. Níu sátu um tíma í gæsluvarðhaldi. Þrír þeirra bræður. Við handtökurnar og húsleitir sem gerðar voru í kjölfarið fannst gríðarlegt magn af ætluðu þýfi í húsi í borginni. Virði þess var talið hlaupa á milljónum króna. Við rannsókn lögreglu í kjölfarið kom til dæmis í ljós að menn úr þessum sama hóp sendu á einni viku átta til tólf 15-30 kílóa kassa af ætluðu þýfi heim til Litháen. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögreglan því töluverðar ástæður til að ætla að hér væri um umfangsmikið og skipulagt þjófagengi að ræða. Löggjöf sem nær til mála af þessu tagi gerði það hins vegar að verkum að erfitt reyndist að færa á það sönnur, nema að takmörkuðu leiti. Margir hinna grunuðu í Litháamálinu neituðu til að mynda að hafa stolið neinu af þeim gríðar mikla varningi sem fannst í þeirra vörslu og héldu því fram að þeir hefðu keypt hann á löglegan hátt. Enginn þeirra gat þó reitt fram kvittanir eða sannanir fyrir því þótt um töluvert magn, til dæmis af dýrum fatnaði, væri að ræða. Lögreglumenn sem Vísir ræddi binda því miklar vonir við frumvarpi sem dómsmálaráðherra er með í smíðum en í því færist sönnunarbyrðin í málum á borð við þetta að einhverju letti á sakborning líkt og þekkist í Danmörku og Noregi. Í því felst til dæmis að sakborningur þurfi að geta fært einhverjar sannanir fyrir því að hafa keypt varning sem lögregla telur að sé þýfi. Þó að ekki hafi jafn þungir dómar fallið, né jafn margir verið ákærðir og lögregla taldi að tilefni væri til í upphafi Litháamálsins breytir niðurstaðan ekki þeim sterka grun lögreglu að hér á landi sé stunduð skipulögð glæpastarfsemi. Heimildir Vísis innan lögreglunnar herma einnig að þar á bæ séu málin metin þannig að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær það opinberist enn frekar með skýrum hætti. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Litháarnir fimm sem dæmdir voru fyrir búðarhnupl í október eru farnir úr landi samkvæmt heimildum Vísis. Farbann sem þeim var gert að sæta rann úr gildi þegar dómur féll í málinu. Ef það reynist rétt þurfa þrír þeirra þurfa að koma aftur til Íslands til að afplána fangelsisdóma sem þeir hlutu fyrir þjófnað, hylmingu og vörslu þýfis. Geri þeir það ekki verður lýst eftir þeim á Schengen svæðinu og hjá Interpol. Samkvæmt heimildum Vísis innan lögreglunnar eru menn þar á bæ á hundfúlir með lyktir þessa umfangsmikla máls sem þótti skreppa heldur mikið saman frá því að rannsókn hófst og þar til ákærur voru útgefnar. Sú óánægja beinist þó ekki að ákæruvaldinu, sem þykir hafa staðið sig vel, heldur að þeim lagalegu erfiðleikum sem lögreglan stóð frammi fyrir við rannsókn málsins. Í upphafi þess voru fjórtán Litháar handteknir, grunaðir um stórfellt og skipulagt búðarhnupl. Níu sátu um tíma í gæsluvarðhaldi. Þrír þeirra bræður. Við handtökurnar og húsleitir sem gerðar voru í kjölfarið fannst gríðarlegt magn af ætluðu þýfi í húsi í borginni. Virði þess var talið hlaupa á milljónum króna. Við rannsókn lögreglu í kjölfarið kom til dæmis í ljós að menn úr þessum sama hóp sendu á einni viku átta til tólf 15-30 kílóa kassa af ætluðu þýfi heim til Litháen. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögreglan því töluverðar ástæður til að ætla að hér væri um umfangsmikið og skipulagt þjófagengi að ræða. Löggjöf sem nær til mála af þessu tagi gerði það hins vegar að verkum að erfitt reyndist að færa á það sönnur, nema að takmörkuðu leiti. Margir hinna grunuðu í Litháamálinu neituðu til að mynda að hafa stolið neinu af þeim gríðar mikla varningi sem fannst í þeirra vörslu og héldu því fram að þeir hefðu keypt hann á löglegan hátt. Enginn þeirra gat þó reitt fram kvittanir eða sannanir fyrir því þótt um töluvert magn, til dæmis af dýrum fatnaði, væri að ræða. Lögreglumenn sem Vísir ræddi binda því miklar vonir við frumvarpi sem dómsmálaráðherra er með í smíðum en í því færist sönnunarbyrðin í málum á borð við þetta að einhverju letti á sakborning líkt og þekkist í Danmörku og Noregi. Í því felst til dæmis að sakborningur þurfi að geta fært einhverjar sannanir fyrir því að hafa keypt varning sem lögregla telur að sé þýfi. Þó að ekki hafi jafn þungir dómar fallið, né jafn margir verið ákærðir og lögregla taldi að tilefni væri til í upphafi Litháamálsins breytir niðurstaðan ekki þeim sterka grun lögreglu að hér á landi sé stunduð skipulögð glæpastarfsemi. Heimildir Vísis innan lögreglunnar herma einnig að þar á bæ séu málin metin þannig að það sé ekki spurning um hvort, heldur hvenær það opinberist enn frekar með skýrum hætti.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira