Feiminn við Björk 5. apríl 2007 10:00 Hot chip sveitin hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll á annan dag páska. Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðsleikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að líklegast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warning, kom út í fyrra og fékk frábærar viðtökur, bæði hjá gagnrýnendum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skiptið til tónleikahalds en hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Alexis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Alexis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og uppsker mikinn hlátur, bæði hjá blaðamanni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki einstaklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tónleikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tónleikana.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira