Allt um leiki dagsins: Tveir með þrennu í sama leiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2007 16:59 Marcus Bent fagnar einu þriggja marka sinna fyrir Wigan í dag. Nordic Photos / Getty Images Sjö leikir hófust klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni í dag og voru skoruð í þeim alls 22 mörk. City er enn með fullt hús stiga á heimavelli eftir sigur í sveiflukenndum leik gegn Bolton og þá vann Tottenham afar dýrmætan útisigur á Portsmouth. Svo gerðist hið ótrúlega að tveir menn skoruðu þrennu í einu og sama leiknum. Marcus Bent, leikmaður Wigan, og Roque Santa Cruz hjá Blacbkrun skoruðu báðir þrennu í dag í 5-3 sigurleik Wigan á heimavelli. Alex McLeish stýrði Birmingham í fyrsta sinn á heimavelli í dag.Nordic Photos / Getty Images Birmingham - Reading 1-1 Damien Johnson var í byrjunarliði Birmingham á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Í framlínu liðsins voru þeir Mikael Forssell og Cameron Jerome á kostnað Johan Djourou. Ibrahima Sonko og Graeme Murty voru tæpir í liði Reading vegna meiðsla en voru engu að síður í byrjunarliði Reading - rétt eins og Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish á heimavelli og heimamenn nýttu sér tilefnið vel og skoruðu eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Forssell var þar að verki en hann fylgdi eftir eigin skalla sem hafnaði í Nickey Shorey og skilaði knettinum í netið. Brynjar Björn þurfti svo að fara meiddur af velli á 28. mínútu en það var snemma í síðari hálfleik jafnaði Reading metin. Stephen Hunt var þar að verki úr vítaspyrnu en vítið var dæmt eftir að Maik Taylor markvörður braut á Hunt. Birmingham komst svo afskaplega nærri því að endurheimta forystuna í leiknum. Gary McSheffrey skaut í slána úr aukaspyrnu, Sebastian Larsson hirðir frákastið en það er varið frá línu frá honum og í kjölfarið fer boltinn aftur í slána. En þetta reyndust einu mörkin í leiknum og því jafntefli niðurstaðan. Kelvin Etuhu fagnar fjórða marki City í dag.Nordic Photos / Getty ImagesManchester City - Bolton 4-2 Brasilíumaðurinn Elano á enn við meiðsli að stríða og gat því ekki spilað með Manchester City í dag. En Dietmar Hamann var í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann. Hjá Bolton var ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Lubo Michalik kom inn í liðið í stað Andy O'Brien. City hafði fyrir leikinn unnið alla leiki sína á heimavelli og snemma leit út fyrir að það myndi haldast óbreytt. Rolando Bianchi skoraði það mark eftir mistök Ricardo Gardner í vörn Bolton-liðsins. En það átti ekki eftir að endast lengi þar sem El-Hadji Diouf jafnaði metin eftir um hálftíma leik og laglegan samleik við Nicolas Anelka og Kevin Davies.Kevin Nolan kom svo Bolton 2-1 yfir í leiknum eftir mistök í varnarleik City. Síðari hálfleikur var varla hafinn þegar Manchester City jafnaði metin þökk sé sjálfsmarki Michalik eftir skot Hamann að marki. Michael Johnson skaut svo í stöngina fyrir City þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Kannski að liðið þyrfti að sætta sig við jafntefli á heimavelli í dag. Aldeilis ekki. Daruis Vassell skoraði þriðja mark City í leiknum eftir glæsilegan undirbúning Martin Petrov. Kelvin Etuhu gulltryggði svo sigurinn með fjórða markinu og er City því enn með fullt hús stiga á heimavelli.Leikmenn Wigan fagna einu fimm marka sinna í dag.Nordic Photos / Getty ImagesWigan - Blackburn 5-3 Ryan Taylor var í vörn Wigan í stað Andreas Granqvis og Michael Brown kom í byrjunarliðið á miðjunni í stað Jason Koumas. Emile Heskey var í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir að hann jafnaði sig á meiðslum. Hjá Blackburn gerði knattspyrnustjórinn Mark Hughes fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði á heimavelli fyrir West Ham um síðustu helgi. Steven Reid var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í tæpa sextán mánuði en þeir Robbie Savage og David Bentley voru á ný á miðjunni. Ryan Nelson kom einnig í liðið í stað Andre Ooijer sem er meiddur. Þetta var mikill markaleikur á JJB-leikvanginum og það fyrsta kom snemma í leiknum Denny Landzaat skoraði það mark eftir að Marcus Bent framlengdi boltanum á hann.Bent skoraði svo sjálfur næsta mark leiksins eftir að hafa unnið skallaeinvígi við Ryan Nelson, leikið á Christopher Samba og skilaði knettinum í netið. Til að bæta gráu á svart tókst Benni McCarty í þessari stöðu að misnota vítaspyrnu er Emile Heskey var dæmdur brotlegur í eigin vítateig. Hann fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli. Wigan færði sér klúður Blackburn í nyt og Austurríkismaðurinn Paul Scharner skoraði þriðja mark liðsins með skalla eftir hornspyrnu Taylor.Roque Santa Cruz náði þó að bæta ástandið áður en hálfleikurinn var allur og skoraði fyrsta mark Blackburn í leiknum. Glæsilegt mark með skoti af um 25 metra færi.Santa Cruz bætti svo við öðru snemma í síðari hálfleik eftir að hann fylgdi eftir skoti Brett Emerton. Skyndilega átti Blackburn raunhæfan möguleika í þessum leik. En þegar Brett Emerton fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu virtist útlitið heldur svart fyrir gestina. Hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að brjóta á Taylor. Þrátt fyrir það náði Blackburn að jafna metin, ótrúlega nokk. Þar var enn og aftur Santa Cruz að verki og hafði hann því fullkomnað þrennuna. Markið kom með skalla og fagnaði hann markinu með því að setja jólasveinahúfu á hausinn. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Wigan aftur yfir. Bent var aftur markaskorarinn en Antonio Valencia færði sér mistök Stephen Warnock í nyt og leggur upp markið fyrir Bent. Það gerist ekki oft að tveir menn skori þrennu í einu og sama leiknum en það gerðist í dag þegar Marcus Bent skoraði þriðja mark sitt og fimmta mark Wigan. Markið kom eftir undirbúning Julius Aghahowa. Það er venjan að sá sem skorar þrennu í leik fær að eiga boltann en það voru góð ráð dýr eftir leikinn. Þeir fengu væntanlega hvor sinn boltann. Fleiri mörk voru kannski sem betur fer ekki skoruð í leiknum.Björgólfur Guðmundsson á sínum fyrsta leik West Ham í dag sem stjórnarmaður félagsins.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Everton 0-2 Carlton Cole meiddist í vikunni en stóðst læknisskoðun rétt fyrir leik og var í byrjunarliði West Ham. Liðin mættust í deildabikarkeppninni í vikunni og gerði West Ham tvær breytingar á liði sínu. James Collins og Nolberto Solano komu í byrjunarliðið á kostnað þeirra Danny Gabbidon og Luis Boa Morte. David Moyes, stjóri Everton, stillti hins vegar upp óbreyttu liði frá leik miðvikudagsins. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en Yakubu skoraði sitt sjöunda mark í fimm leikjum fyrir Everton í blálok hálfleiksins. Sendingin kom frá Tim Cahill eftir laglegan undirbúning Mikel Arteta. West Ham hefur ekki gengið vel á heimavelli á leiktíðinni og var engin breyting þar á í dag. Það var ljóst þegar að Andy Johnson gulltryggði Everton sigurinn með síðbúnu marki.Sanli Tuncay skoraði glæsilegt mark fyrir Middlesbrough í dag.Nordic Photos / Getty ImagesDerby - Middlesbrough 0-1 Paul Jewell stýrði Derby í fyrsta sinn á heimavelli og gerði tvær breytingar frá síðasta leik. Tyrone Mears var í byrjunarliðinu á kostnað Jay McEveley sem var á bekknum. Craig Fagan datt hins vegar alfarið úr leikmannahópi liðsins og kom Gary Teale í byrjunarliðið í hans stað. Ein breytinga var á liði Middlesbrough frá sigrinum glæsilega á Arsenal um síðustu helgi - Mark Schwarzer stóð í marki liðsins eftir tveggja leikja fjarveru vegna beinbrots í þumli. Ross Turnbull var því á bekknum. Lítið gerðist fram að markinu í fyrra hálfleik sem Tuncay skoraði með stórglæsilegu skoti. Sendingin kom frá Stewart Downing en þetta var þriðja mark Tuncay í jafn mörgum leikjum með Middlesbrough. Kenny Miller reyndi að svara um hæl fyrir Derby en skot hans hafnaði í utanverðinni stönginni. Í síðari hálfleik komst George Boateng nærri því að bæta öðru marki við fyrir Middlesbrough er skalli hans hafnar í stönginni. Jeremie Aliadiere skoraði svo fyrir Middlesbrough seint í leiknum en markið var dæmt af þar sem boltinn fór í höndina á leikmanninum að mati dómarans. Derby náði þó ekki að skora í leiknum eins og svo oft áður og dugði því eina mark Middlesbrough til í dag.Dimitar Berbatov fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Tottenham 0-1 Hermann Hreiðarsson hefur ekki komið við sögu hjá Portsmouth síðan í lok október og var hann enn á bekknum hjá Portsmouth í dag. Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu ellefu umferðunum en síðan þá hefur hann mátt dúsa á bekknum. Byrjunarlið Portsmouth var óbreytt frá sigrinum á Aston Villa um síðustu helgi. Hjá Tottenham var Darren Bent í byrjunarliðinu í stað Robbie Keane sem tók út leikbann í dag. Jermain Defoe var hins vegar á bekknum. Didier Zokora fór í vörnina í dag og kom Kevin Prince Boateng á miðju liðsins í hans stað. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Steed Malbranque náði þó að koma knettinum í net heimamanna en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Í seinni hálfleik var Tottenham með yfirhöndina en hvorugt lið náði þó lengi vel að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði. Það er að segja fyrr en Dimitar Berbatov skoraði loksins fyrir Tottenham, seint í leiknum. Aaron Lennon átti fyrirgjöfina og Berbatov skoraði af miklu öryggi á fjarstönginni. Þetta reyndist svo sigurmarkið í leiknum.Hermann Hreiðarsson fékk að spreyta sig í leiknum og kom inn á sem varamaður á 74. mínútu.Scott Carson markvörður Aston Villa reynir að ná til knattarins.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Aston Villa 1-1 Anthony Stokes var í sókninni hjá Sunderland við hlið Kenwyne Jones en þeir Dwight Yorke og Daryl Murphy voru einnig í byrjunarliðinu á nýjan leik. Martin O'Neill heldur hins vegar tryggð við þá leikmenn sem voru í byrjunarliðinu um síðustu helgi er liðið tapaði á heimavelli fyrir Portsmouth. Heimamenn komust fremur óvænt yfir strax á tíundu mínútu þegar Danny Higginbotham skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu Ross Wallace. Aston Villa stjórnaði þó leiknum eftir þetta frá a til ö, en allt kom fyrir ekki. Sunderland náði meira að segja að koma knettinum í netið öðru sinni en Stokes var dæmdur rangstæður og markið var því ekki gilt. Aston Villa náði loksins að jafna metin eftir að Shaun Maloney skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland urðu því að sætta sig við jafntefli í dag. Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Sjö leikir hófust klukkan 15.00 í ensku úrvalsdeildinni í dag og voru skoruð í þeim alls 22 mörk. City er enn með fullt hús stiga á heimavelli eftir sigur í sveiflukenndum leik gegn Bolton og þá vann Tottenham afar dýrmætan útisigur á Portsmouth. Svo gerðist hið ótrúlega að tveir menn skoruðu þrennu í einu og sama leiknum. Marcus Bent, leikmaður Wigan, og Roque Santa Cruz hjá Blacbkrun skoruðu báðir þrennu í dag í 5-3 sigurleik Wigan á heimavelli. Alex McLeish stýrði Birmingham í fyrsta sinn á heimavelli í dag.Nordic Photos / Getty Images Birmingham - Reading 1-1 Damien Johnson var í byrjunarliði Birmingham á nýjan leik eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Í framlínu liðsins voru þeir Mikael Forssell og Cameron Jerome á kostnað Johan Djourou. Ibrahima Sonko og Graeme Murty voru tæpir í liði Reading vegna meiðsla en voru engu að síður í byrjunarliði Reading - rétt eins og Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Þetta var fyrsti leikur Birmingham undir stjórn Alex McLeish á heimavelli og heimamenn nýttu sér tilefnið vel og skoruðu eftir aðeins fjögurra mínútna leik. Forssell var þar að verki en hann fylgdi eftir eigin skalla sem hafnaði í Nickey Shorey og skilaði knettinum í netið. Brynjar Björn þurfti svo að fara meiddur af velli á 28. mínútu en það var snemma í síðari hálfleik jafnaði Reading metin. Stephen Hunt var þar að verki úr vítaspyrnu en vítið var dæmt eftir að Maik Taylor markvörður braut á Hunt. Birmingham komst svo afskaplega nærri því að endurheimta forystuna í leiknum. Gary McSheffrey skaut í slána úr aukaspyrnu, Sebastian Larsson hirðir frákastið en það er varið frá línu frá honum og í kjölfarið fer boltinn aftur í slána. En þetta reyndust einu mörkin í leiknum og því jafntefli niðurstaðan. Kelvin Etuhu fagnar fjórða marki City í dag.Nordic Photos / Getty ImagesManchester City - Bolton 4-2 Brasilíumaðurinn Elano á enn við meiðsli að stríða og gat því ekki spilað með Manchester City í dag. En Dietmar Hamann var í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir að hafa tekið út leikbann. Hjá Bolton var ein breyting á byrjunarliðinu frá síðasta leik en Lubo Michalik kom inn í liðið í stað Andy O'Brien. City hafði fyrir leikinn unnið alla leiki sína á heimavelli og snemma leit út fyrir að það myndi haldast óbreytt. Rolando Bianchi skoraði það mark eftir mistök Ricardo Gardner í vörn Bolton-liðsins. En það átti ekki eftir að endast lengi þar sem El-Hadji Diouf jafnaði metin eftir um hálftíma leik og laglegan samleik við Nicolas Anelka og Kevin Davies.Kevin Nolan kom svo Bolton 2-1 yfir í leiknum eftir mistök í varnarleik City. Síðari hálfleikur var varla hafinn þegar Manchester City jafnaði metin þökk sé sjálfsmarki Michalik eftir skot Hamann að marki. Michael Johnson skaut svo í stöngina fyrir City þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Kannski að liðið þyrfti að sætta sig við jafntefli á heimavelli í dag. Aldeilis ekki. Daruis Vassell skoraði þriðja mark City í leiknum eftir glæsilegan undirbúning Martin Petrov. Kelvin Etuhu gulltryggði svo sigurinn með fjórða markinu og er City því enn með fullt hús stiga á heimavelli.Leikmenn Wigan fagna einu fimm marka sinna í dag.Nordic Photos / Getty ImagesWigan - Blackburn 5-3 Ryan Taylor var í vörn Wigan í stað Andreas Granqvis og Michael Brown kom í byrjunarliðið á miðjunni í stað Jason Koumas. Emile Heskey var í byrjunarliðinu á nýjan leik eftir að hann jafnaði sig á meiðslum. Hjá Blackburn gerði knattspyrnustjórinn Mark Hughes fjórar breytingar á byrjunarliðinu sem tapaði á heimavelli fyrir West Ham um síðustu helgi. Steven Reid var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í tæpa sextán mánuði en þeir Robbie Savage og David Bentley voru á ný á miðjunni. Ryan Nelson kom einnig í liðið í stað Andre Ooijer sem er meiddur. Þetta var mikill markaleikur á JJB-leikvanginum og það fyrsta kom snemma í leiknum Denny Landzaat skoraði það mark eftir að Marcus Bent framlengdi boltanum á hann.Bent skoraði svo sjálfur næsta mark leiksins eftir að hafa unnið skallaeinvígi við Ryan Nelson, leikið á Christopher Samba og skilaði knettinum í netið. Til að bæta gráu á svart tókst Benni McCarty í þessari stöðu að misnota vítaspyrnu er Emile Heskey var dæmdur brotlegur í eigin vítateig. Hann fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli. Wigan færði sér klúður Blackburn í nyt og Austurríkismaðurinn Paul Scharner skoraði þriðja mark liðsins með skalla eftir hornspyrnu Taylor.Roque Santa Cruz náði þó að bæta ástandið áður en hálfleikurinn var allur og skoraði fyrsta mark Blackburn í leiknum. Glæsilegt mark með skoti af um 25 metra færi.Santa Cruz bætti svo við öðru snemma í síðari hálfleik eftir að hann fylgdi eftir skoti Brett Emerton. Skyndilega átti Blackburn raunhæfan möguleika í þessum leik. En þegar Brett Emerton fékk að líta rauða spjaldið á 57. mínútu virtist útlitið heldur svart fyrir gestina. Hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum fyrir að brjóta á Taylor. Þrátt fyrir það náði Blackburn að jafna metin, ótrúlega nokk. Þar var enn og aftur Santa Cruz að verki og hafði hann því fullkomnað þrennuna. Markið kom með skalla og fagnaði hann markinu með því að setja jólasveinahúfu á hausinn. Aðeins fáeinum mínútum síðar komst Wigan aftur yfir. Bent var aftur markaskorarinn en Antonio Valencia færði sér mistök Stephen Warnock í nyt og leggur upp markið fyrir Bent. Það gerist ekki oft að tveir menn skori þrennu í einu og sama leiknum en það gerðist í dag þegar Marcus Bent skoraði þriðja mark sitt og fimmta mark Wigan. Markið kom eftir undirbúning Julius Aghahowa. Það er venjan að sá sem skorar þrennu í leik fær að eiga boltann en það voru góð ráð dýr eftir leikinn. Þeir fengu væntanlega hvor sinn boltann. Fleiri mörk voru kannski sem betur fer ekki skoruð í leiknum.Björgólfur Guðmundsson á sínum fyrsta leik West Ham í dag sem stjórnarmaður félagsins.Nordic Photos / Getty ImagesWest Ham - Everton 0-2 Carlton Cole meiddist í vikunni en stóðst læknisskoðun rétt fyrir leik og var í byrjunarliði West Ham. Liðin mættust í deildabikarkeppninni í vikunni og gerði West Ham tvær breytingar á liði sínu. James Collins og Nolberto Solano komu í byrjunarliðið á kostnað þeirra Danny Gabbidon og Luis Boa Morte. David Moyes, stjóri Everton, stillti hins vegar upp óbreyttu liði frá leik miðvikudagsins. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik fyrr en Yakubu skoraði sitt sjöunda mark í fimm leikjum fyrir Everton í blálok hálfleiksins. Sendingin kom frá Tim Cahill eftir laglegan undirbúning Mikel Arteta. West Ham hefur ekki gengið vel á heimavelli á leiktíðinni og var engin breyting þar á í dag. Það var ljóst þegar að Andy Johnson gulltryggði Everton sigurinn með síðbúnu marki.Sanli Tuncay skoraði glæsilegt mark fyrir Middlesbrough í dag.Nordic Photos / Getty ImagesDerby - Middlesbrough 0-1 Paul Jewell stýrði Derby í fyrsta sinn á heimavelli og gerði tvær breytingar frá síðasta leik. Tyrone Mears var í byrjunarliðinu á kostnað Jay McEveley sem var á bekknum. Craig Fagan datt hins vegar alfarið úr leikmannahópi liðsins og kom Gary Teale í byrjunarliðið í hans stað. Ein breytinga var á liði Middlesbrough frá sigrinum glæsilega á Arsenal um síðustu helgi - Mark Schwarzer stóð í marki liðsins eftir tveggja leikja fjarveru vegna beinbrots í þumli. Ross Turnbull var því á bekknum. Lítið gerðist fram að markinu í fyrra hálfleik sem Tuncay skoraði með stórglæsilegu skoti. Sendingin kom frá Stewart Downing en þetta var þriðja mark Tuncay í jafn mörgum leikjum með Middlesbrough. Kenny Miller reyndi að svara um hæl fyrir Derby en skot hans hafnaði í utanverðinni stönginni. Í síðari hálfleik komst George Boateng nærri því að bæta öðru marki við fyrir Middlesbrough er skalli hans hafnar í stönginni. Jeremie Aliadiere skoraði svo fyrir Middlesbrough seint í leiknum en markið var dæmt af þar sem boltinn fór í höndina á leikmanninum að mati dómarans. Derby náði þó ekki að skora í leiknum eins og svo oft áður og dugði því eina mark Middlesbrough til í dag.Dimitar Berbatov fagnar sigurmarki sínu gegn Portsmouth.Nordic Photos / Getty ImagesPortsmouth - Tottenham 0-1 Hermann Hreiðarsson hefur ekki komið við sögu hjá Portsmouth síðan í lok október og var hann enn á bekknum hjá Portsmouth í dag. Hann var í byrjunarliðinu í fyrstu ellefu umferðunum en síðan þá hefur hann mátt dúsa á bekknum. Byrjunarlið Portsmouth var óbreytt frá sigrinum á Aston Villa um síðustu helgi. Hjá Tottenham var Darren Bent í byrjunarliðinu í stað Robbie Keane sem tók út leikbann í dag. Jermain Defoe var hins vegar á bekknum. Didier Zokora fór í vörnina í dag og kom Kevin Prince Boateng á miðju liðsins í hans stað. Fyrri hálfleikur var heldur tíðindalítill en Steed Malbranque náði þó að koma knettinum í net heimamanna en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Í seinni hálfleik var Tottenham með yfirhöndina en hvorugt lið náði þó lengi vel að ógna marki andstæðingsins af einhverju ráði. Það er að segja fyrr en Dimitar Berbatov skoraði loksins fyrir Tottenham, seint í leiknum. Aaron Lennon átti fyrirgjöfina og Berbatov skoraði af miklu öryggi á fjarstönginni. Þetta reyndist svo sigurmarkið í leiknum.Hermann Hreiðarsson fékk að spreyta sig í leiknum og kom inn á sem varamaður á 74. mínútu.Scott Carson markvörður Aston Villa reynir að ná til knattarins.Nordic Photos / Getty ImagesSunderland - Aston Villa 1-1 Anthony Stokes var í sókninni hjá Sunderland við hlið Kenwyne Jones en þeir Dwight Yorke og Daryl Murphy voru einnig í byrjunarliðinu á nýjan leik. Martin O'Neill heldur hins vegar tryggð við þá leikmenn sem voru í byrjunarliðinu um síðustu helgi er liðið tapaði á heimavelli fyrir Portsmouth. Heimamenn komust fremur óvænt yfir strax á tíundu mínútu þegar Danny Higginbotham skallaði boltann í markið eftir hornspyrnu Ross Wallace. Aston Villa stjórnaði þó leiknum eftir þetta frá a til ö, en allt kom fyrir ekki. Sunderland náði meira að segja að koma knettinum í netið öðru sinni en Stokes var dæmdur rangstæður og markið var því ekki gilt. Aston Villa náði loksins að jafna metin eftir að Shaun Maloney skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Roy Keane og lærisveinar hans í Sunderland urðu því að sætta sig við jafntefli í dag.
Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira