Innlent

Norskir fjölmiðlar fjalla um mál Erlu Óskar

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Mál Erlu Óskar Arnardóttir Lilliendahl vekur ekki bara athygli hér heima. Norskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag þar sem meðal annars er talað um fund Ingibjargar Sólrúnar og sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi.

Það er norski fréttavefmiðillinn adressa.no sem fjallar um málið undir fyrirsögninni „Íslensk kona fékk harða meðferð í New York"

Mál Erlu Óskar er síðan rakið í fréttinni en hún var stöðvuð við komuna á JFK flugvöll í New York um síðustu helgi. Þar var henni haldið í 15 klukkustundur og var hún án matar og drykkjar lengst af. Hún hafði unnið sér það til sakar að hafa dvalið 3 vikum of lengi í landinu árið 1995. Einnig var hún sett í fót- og handjárn og teymd í gegnum flugstöðina.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur farið fram á að Erla Ósk fái afsökunarbeiðni frá Bandarískum stjórnvölduml.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×