Innlent

Forseti afhenti ungmennum verðlaun

Forseti Íslands ásamt vinningshöfum
Forseti Íslands ásamt vinningshöfum

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í dag þremur ungmennum verðlaun í net-ratleik sem efnt var til í grunnskólum landsins á Forvarnardaginn 2007. Athöfnin var á Bessastöðum.

Verðlaunahafarnir voru þeir Eiður Rafn Hjaltason, Heiðarskóla í Leirársveit, Magnús Ellert Steinþórsson, Grunnskólanum á Þingeyri og Vilhjálmur Patreksson, Landakotsskóla. Þeir leystu verkefni sem samið var af fulltrúum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Ungmennafélagi Íslands og Bandalags íslenskra skáta.

Verkefnið snerist um þekkingu á starfsemi þessarra hreyfinga sem byggði á því að kynna sér hana á heimasíðum þeirra. Hundruð grunnskólanemenda sendu inn réttar lausnir og voru vinningshafarnir dregnir úr þeim hópi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×