Enski boltinn

Sörensen vill fara frá Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sörensen í leik Dana og Norður-Írlands í haust.
Sörensen í leik Dana og Norður-Írlands í haust. Nordic Photos / Getty Images

Danski landsliðsmarkvörðurinn Thomas Sörensen sagði í dag að hann vilji fara frá Aston Villa enda lítur ekki út fyrir að honum verði boðinn nýr samningur hjá félaginu.

Eins og er virðist Sörensen vera þriðji í goggunarröðinni hjá Martin O'Neil, stjóra liðsins, á eftir Scott Carson og Stuart Taylor.

„Ég hef einfaldlega misst allan áhuga. Villa hefur sýnt að það hefur engan áhuga á mér og þótt stjórinn myndi persónulega bjóða mér nýjan samning myndi ég ekki skrifa undir hann," sagði hann í samtali við Birmingham Mail.

Sörensen kom til Aston Villa frá Sunderland árið 2003 fyrir 2,25 milljónir punda og þar til í sumar var hann aðalmarkvörður liðsins. Þá kom Scott Carson á láni frá Liverpool og er allt útlit fyrir að hann muni skrifa undir framtíðarsamning við Aston Villa.

Hann veit ekkert hvað mun taka við hjá honum. „Á þessu stigi málsins er ég opinn fyrir öllum möguleikum. Ef mér verður boðinn samningur mun ég skrifa undir hann, sama hvert tilboðið er," sagði Sörensen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×