Innlent

LÝSI fær leyfi til lyfjaframleiðslu

Katrín Pétursdóttir er framkvæmdastjóri LÝSIS.
Katrín Pétursdóttir er framkvæmdastjóri LÝSIS.

Fyrirtækið LÝSI hefur fengið leyfi til lyfjaframleiðslu hér á landi frá Lyfjastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar kemur fram að leyfið hafi fengist í tveimur áföngum. Fyrst fékk félagið svokallað GMP-leyfi sem stendur fyrir Good Manufacturing Practice, en það nær til átöppunar og pökkunar tafla og hylkja í nýrri verksmiðju LÝSIS. Í október fékkst svo GMP-vottun vegna framleiðslu á hráefni til lyfjagerðar.

Félagið segir að leyfið til lyfjaframleiðslu sé til komið vegna hinnar nýju og fullkomnu verksmiðju sem tekin var í notkun haustið 2005. LÝSI hafi lengi búið við víðtæk gæðakerfi við framleiðslu sína og fyrirtækið hafi byggt upp öfluga rannsóknastofu sem hafi á að skipa hámenntuðu starfsfólki. Lyfjaframleiðsluleyfin séu enn ein þáttaskilin hjá fyrirtækinu og mjög mikilvæg í sókn þess á erlenda markaði sem það byggir stóran hluta starfsemi sinnar á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×