Innlent

Einn slasaður eftir bílslys í Borgarfirði

Einn var fluttur slasaður á heilsugæsluna í Borgarnesi eftir að bifreið sem hann var farþegi í lenti utan vegar við gatnamót Borgarfjarðarbrautar og Reykholtsdalsvegar eftir hádegi í dag.

Fjórir voru í bílnum sem endaði í skurði rétt við veginn. Hann er mikið skemmdur. Snjór er yfir öllu í Borgarfirði og nærsveitum og hálka á vegum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×