Innlent

Hætta skapaðist vegna gaskúta í eldsvoða

Eldur gaus upp í bílskúr við Kolbeinsmýri á Seltjarnarnesi í gærkvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en tvo vélhjól voru í bílskúrnum og eru þau talin ónýt.

Töluverð hætta skapaðist um tíma því að minnsta kosti tveir gaskútar voru í skúrnum og losnaði öryggisventill af öðrum þeirra. Engan sakaði þó. Skúrinn var fullur af allskyns dóti og meðal annars voru þar tvö vélhjól sem talin eru ónýt.

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi. Mikinn reyk og eld lagði frá skúrnum og skemmdist hann töluvert. Skúrinn stendur á milli tveggja raðhúsa en þau sluppu við skemmdir. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×