Fótbolti

Arnar Þór lék með Graafschap í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór (6) er hér í leik með íslenska landsliðinu.
Arnar Þór (6) er hér í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Peter Klaunzer

Arnar Þór Viðarsson var í byrjunarliði De Graafschap sem tapaði fyrir PSV Eindhoven í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leiknum lauk með sigri PSV, 1-0, en það var Jefferson Farfán sem skoraði eina mark leiksins á 46. mínútu.

Arnar Þór var tekinn af velli á 70. mínútu.

PSV kom sér á topp deildarinnar með sigrinum en Ajax getur endurheimt toppsætið með sigri á NAC á morgun.

Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í dag. Groningen vann Venlo, 1-0, Roda vann Vitesse, 3-2 og Willem II gjörsigraði Excelsior, 6-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×